Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 100

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1889, Side 100
252 og smátt tína alla raptatia úr gömlu byggingunni og reisa aðra nýa við hliðina, svo að þegar hin sé fallin til fulls, þá sé þessi albúin, eða með öðrum orðum, það vill gera það á laungum tíma, sem Revolutions-princípið vill gera allt í einu. f>að síðara tekur bygginguna eins og hún nú er, og hvörnig sem hún er, og gætir þess umhyggilega að hún ekki breytist í neinu, þó ef nokkuð skal vera, þá má hún heldr eldast en nýast upp. Eg hefi svarið Reforma- tions-princípinu trúnað og hlýðni, það skal vera mín leið- arstjarna, en þegar eg á að bera það við Island, þá verð eg að blanda það með Restaurations-principinu, því eg álít þann eldri form í mörgum greinum eiga betr við landið. En hvað er eg að hugsa ? eg er alltaf að skrifa eitt- hvað útí loptið. Mér er öll þörf á að biðja yðar hável- borinheit fyrirgefningar á öllu þessu masi. Eg skyldi ekki hafa leyft mér þetta eða þvílíkt, ef eg eigi hefði þekt yð- ar hjartanlega velvilja lil mín ; hann gerir mig djarfan og neyðir mig til að opna mitt hjarta fyrir yðr. Umfram allt bið eg yðar hávelb.heit að hafa það hug-innrætt, að innilegasta elska og virðing er ætíð samfara einurð og nokkurskonar frómlyndi í hjarta mínu. |>að sem ermót- sett elsku og virðing gerir mig máttlausan. Tðar hávelb.h. meðtaki að endingu fullvissan mína um að eg virði yðr og elska umfram aðra menn á Islandi. , Yðar hávelborinheita auðmjúkr þénari Baldvin Einarsson. P. S. V. Erichsen biðr mig að bera yðr ástkæra kveðju sína, því hann getr nú ekki skrifað hana sjálfr, hann braut þumal- fingrinn seinast i Aug.mánuði á hægri hendinni. Hann þakkar yðr einnig innil. fyrir sendinguna. IJm hæðstaréttard. bað hann mig að segja yðr að hann hefði ætlað að fara að efna loforð sitt, þegar hann braut fingrinn, því þá fekk hann tóm til þess er hann hafði af hendi látið Redaction af Kaupmannahafnar- póstinum. Eg þakka yðr fyrir fiskinn; hann kemr mér vel. Ferdinand 7 á Spáni er dauðr; menn óttast þar Revolution.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.