Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 6
fáeinir skarfar, og í einstökum (4) úteyjum talsvert af súlu; en af þess- urn siðar töldu fuglum er það að eins súlan, sem nokkur verulegur arður er af. LUNDINN var hjer áður veiddur einungis með greflum. Grefillinn var mjótt eikarskapt, og var á annan enda þess festur gaddur eða krók- ur úr stáli um 3—4" langur, sem myndaði rjett horn við skaptið. Tvær tegundir voru af greflum: langgreflll um 1 x/2 al. á lengd og stutt- grefill 3/4 al. Stuttgrefillinn var notaðar við hinar grynnri eða styttri ltindaholur, langgrefillinn við hinar dýpri eða lengri, en víða voru lunda- holur svo djúpar, að eigi var einu sinni unnt að ná fuglinum með lang- greflinum. Veiðiaðferðin með greflum var þannig: Tar sem veiðimað- ur sá þess merki, að lundinn mundi vera inni, lagðist hann niður við holudyrnar, fór með grefilinn inn í holuna, og opt einnig með hand- legginn upp að öxl, ef holan var svo djúp; næði veiðimaður til fuglsins, hjó hann stálgaddinum inn i hann, dró hann út, kippti honum úr háls- lið og brá honum því næst undir belti sjer; sjerhver veiðimaður hefur ávallt ólarbelti yfir um sig. Þannig hjelt veiðimaður áfram allan daginn milli máltíða, og veiddu góðir veiðimenn, meðan lundi var hjer mest- ur fyrir 40 árum, opt 4—600 á dag. Með þessari veiðiaðferð var það einungis eggfuglinn, sem drepinn var, en enginn geldfugl. Geta má, að gamlir sannorðir veiðimenn hafa sagt mjer, að kornið hafi fyrir, að þeir hafi náð og drepið allt að 20 lunda af hinu sama eggi. Milli 1850 og 60 var hjer fundin upp hin óhappasæla veiðiaðferð með netum. Voru þau lögð yfir holurnar, og lágu stundum i óveðrum dægrum saman; lífið kvaldist úr fuglum þeirn, er ánetjazt höfðu, og öll viðkoma fórst, eggin urðu fúl og pysjan (pysja = kofa) drapst af nær- ingarskorti; var þessi veiðiaðferð þannig bæði heimskuleg og grimmúð- leg. Auk þessa höfðu menn eða fundu upp um þetta leyti bæði uppi- stöðunet með fram brúnum i úteyjum, er fuglinn var rekinn í, og yfir- sláttarnet, sem slegið var yfir fuglinn, þar sem hann sat i þjettum hóp- um. Afleiðingin af þessari veiðiaðferð kom brátt í Ijós; fuglinn fældist burt, og honum fækkaði óðum, svo að augsýnilegt var, að hann mundi gjöreyðast, og var því öll netabrúkun við lundaveiði loks algerlega bönnuð undir 1870, en fullerfitt veitti, að fá þessu til leiðar komið, sakir skammsýnnar fastheldni sumra manna hjer við netin. Jafnframt neta- veiðinni hafði greflaveiðinni ávallt verið framhaldið, en nú var nokkur ár lundi að eins veiddur með greflum, og tók hann þá þegar heldur að aukast. Fyrir nálægt 20 árurn vora greflarnir lagðir niður, en nýtt veiðar- færi, er nefnist háfur, tekið upp í þeirra stað. Veiðarfæri þetta er 6 álna langt skapt nokkru mjórra að framan en að ofan (0: nær veiðimanni), og eru framan á skaptið festar 2 spækur úr eskivið nálægt 2 álna á lengd. Spækurnar eru annaðhvort festar við skaptið, þannig, að bæði endanum á skaptinu og spækunum er stungið i sjerstaklega gerðan látúns- hólk með 2 pípum út úr honum fyrir spækurnar, og er slíkur hólkur nefndur lás, eða á endann á skaptinu er sett svonefnd högld; er hún venjulega höfð úr eik eða öðru ókleyfu trje; á henni eru 3 göt, eitt fyrir skaptið og tvö fyrir spækurnar; eru svo gerðar skorur i spækurnar fyrir ofan högldina, og síðan er margvafið um með seglgarni, en i gegnum endann á skaptinu er rekinn nagli fyrir frarnan högldina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.