Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 8
168
og velur sjer stað, þar sem minnst beri á honum og háfnum, því lund-
inn er bæði eptirtektasamur og hræddur við háfinn, sem hann virðist
þekkja eins vel og hrafninn byssu. fegar nú lundinn flýgur fyrir i
mátulegum fjarska, veifar veiðimaður upp háfnum, upp undir lundann
og eptir honum; missi veiðimaður ekki fuglsins, þannig að hann verði
of nærri eða of fjarri, flækist hann í netinu, veiðimaður dregur háfinn
að sjer, greiðir fuglinn úr, drepur hann, og bregður honum undir belti
sjer; þannig er baldið áfram veiðinni meðan lundinn er við og veður
leyfir. Eigi er unnt að veiða i logni, heldur eigi í miklum stormi;
stinnings kaldi er hið bezta veiðiveður, og eigi sakar þótt rigning sje,
enda er lundi opt »bezt við« i regni og dimmviðri. Ef mikill lundi
er við og flýgur ört fyrir, getur vanur veiðimaður veitt nokkur (3—4)
hundruð á dag. Eá er veiði er hætt, er lundinn »kippaður« á snæri;
brugðið um hálsa á einum 5 lundurn i einu, og svo hnýtt að; eru
100 lundar þannig saman bundnir kölluð kippa, er einn lundi bundinn
nokkuð langt frá kippunni eða laust við hana, og mark veiðimanns sett
á nefið á þeim lunda t. d. blaðstýft; getur svo hver þekkt sinar kippur,
þá er heim er flutt, þvi optast eru fleiri saman við veiðar í úteyjum.
Margir mála skapt og spækur grænt eða svart, svo háfurinn verði sem
samlitastur jörðunni og minnst beri á honum. Með þessari veiðiaðferð
má hlifa eggfuglinum, sem þekkist á þvi, eptir að pysjan er komin út,
að hann er á heimferð með síli i nefinu,1 en veiða helzt geldfuglinn.
Heldur virðist lundi hafa gengið hjer til þurðar hin síðari ár, óg mundi
eigi vanþörf á, að beita veiðinni sem hóflegast, þvi lundinn þarf að
fjölga en ekki fækka; en bezta ráðið til þess mundi nokkurra ára algjör
friðun, ef menn mættu við því sakir efnahagsins.
FYLLINN verpir viðast hvar utan i bröttum hömrum, á bringum,
hillum og bælum, þar sem vex skarfakál, hvönn eða baldursbrá, og sum-
staðar jafnvel á nærri beru grjóti. Um 20. ágúst er fýlunginn kominn undir
flug, og þá hefjast fýlaferðir. Við þá veiði síga menn stundum i hamrana,
og er sigamaður þá bundinn i ferfaldan kaðal, og er hver endi um að
ummáli; þá er sigamaður hefur lokið við »ferðina«, hefur »hreinsað ferð-
ina« þ. e. drepið allan fuglinn i henni, er hann dreginn upp; þarf til
þess venjulega 5—6 menn. Stundum fer sigamaður, sem kallað er,
»bundinn á öðrum en laus á öðrum,« er þá að eins öðrum teymingi
kaðalsins bundið um hann, þarf þá eigi meira en 1 eða 2 menn til að
draga hann upp, með því hann sjálfur hjálpar til með því að lesa sig
upp á öðrum teymingi vaðsins; (hvor teymingur kaðalsins (= vaðsins)
er tvöfaldur). Optast »fara menn til fýla« lausir, en styðjast við vað,
fara niður »handvað« eða optast »lœrvað«; situr þá annar veiðimaður
uppi á brúninni (tveir »ganga« venjulega saman) og bregður öðrum enda
vaðsins j'fir um sig, en hinn »göngumaðurinn« bregður vaðnum milli
fóta sjer, heldur annari hendinni fyrir aptan bakið um vaðinn, hinni
fyrir framan kviðinn, og rennir sjer svo þannig á vaðnum niður eptir
fjallinu, og er hann hefur lokið ferðinni, handstyrkir hann sig, les sig
upp aptur til fjelaga sins. Til að drepa fýlungann er haft álnarlangt
barefli úr eik eða beykitrje; er fuglinn rotaður með því, og þvi næst
1 Á ferð heiman frá hreiðrinu veiðist lundi aldrei, þá flýgur hann beint út á sjó.