Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 9
169
varpað ofan fyrir hamrana víðast í sjó, og eru þar fyrir menn á bát
eða skipi til að hirða fuglinn jafnóðum og honum er kastað niður.
Vegalengdir í veiðibjörgum eru miðaðar við vaðarlengdir; vaðarlengd
er talin 15 faðmar; taka menn þvi svo til orða, að sú eða sú »ferð«
eða vegalengd niður í fjall sje 1, 2, 3 vaðarhæðir, o. s. frv. Á stöku
stöðum, t. d. uppi á Súlnaskeri, má ganga að fýlunganum á jafnsljettu
og drepa hann; sama er að segja um súluunga þar og enda víðar,
en á flestum stöðum verður að siga til súlna. Súluunginn er venju-
lega »gerður« (= fullvaxinn) um sama leyti og fýlunginn, stundum
nokkru síðar.
SVARTFUGL er hjer svo sem annars staðar veiddur með snörun.
Snöruskaptið er 6 álna langt. I snöruna má hafa skiði, spanskreyr,
stál o. fl.; að framan er hún opt úr taglhári með virhring á endanum,
svo að sem liðugast renni til. Veiðimaður sigur niður á svartfuglabæli,
eða klifrar upp neðan að, sezt á bælið, og snarar fuglinn þannig, að
hann kemur snörunni um hálsinn á fuglinum, togar siðan í skaptið og
rennur snaran þá fast að hálsinum, fuglinn er svo dreginn að sjer og
drepinn. Bezt er að snara rjett áður en pysjan er komin út úr egginu,
þá er fuglinn spakastur. Aldrei skal nauðsnara á bælum; rjettast mundi
að snara aldrei nema helming af bæli á sama ári, enda telja Færeying-
ar það rjetta aðferð. I ein 20 ár hefur svartfugl verið veiddur hjer á
sjó undir fuglabjörgum í ferhyrnd net 6 álna á hvern veg, er lögð voru
á sjóinn, og var sú veiði sumum allarðsöm; en með þvi bæði opt
var gengið of nærri veiðirjetti annara með þessari veiði, og aðferðin
þótti ómannúðleg (fuglinn kvaldist opt í netunum), eru svartfuglanet nú
bönnuð með fuglaveiða-samþykkt.
Ress skal loks getið, að fimur bjargmaður er hjer ávallt nefndur
»góður fjallamaður«; að síga í björg eða ganga í hamra er optast kall-
að »að fara í fjöll«. ^
Sýnishorn af ljóðagjörð Norðmanna
á þessari öld.
Eptir Matth. Jochumsson.
S 0 g n s æ r.
(Eptir Henrik Wergeland, f. 1808, d. 1845).1
Lágstu milli helju og heims,
hári þulur árum bogni?
1 Henrik Wergeiand var miklu fjörmeira og stórfeldara skáld en Welhaven
(sjá EIMR. II, 47—8) og fáir hafa verið meiri frumgáfu eða andagipt gæddir.