Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 11
Reyrir lopt í rembihnút,
biksvört skýin stevpa stöfnum
steðja, flaksast, svipuð hröfnum,
brýzt hann innst í botn að höfnum,
sezt svo kyr og sefur út.
Þá er færið, þessi fró;
hirð þá ei að hika og dunda,
heldur volt er biðin stunda,
hritt því fram og ferðurn skunda;
Sogn ei lengi selur ró.
Því hann eirir aldrei kyr,
aptur fram í hafið bláa
sækir lundin þrjózkuþráa,
þótt hann viti reiðan áa
taka við og verja dyr.
Þannig gengur ár og öld;
einhver fólginn feiknakraptur,
fyrst á morgni timans skaptur,
sogar út og sendir aptur
sólar fram á hinnsta kvöld.
Hún kemur.
(Eptir Henrik Wergeland).
Þeg! mjer heyrist hljóð á sundi!
Hún er að koma! Já, hún kemur!
á mjer fann eg fyr í lundi
fyrirboðann. Já, hún kemur!
Ojafnt vatnið árin lemur,
allt á rugli róðrarlag,
rjett eins og mitt hjartaslag.
Bára, bára, ýttu undir
ört en þýtt og gef þjer stundir,
ella skal eg blóði bleyta