Eimreiðin - 01.09.1896, Side 14
174
og hygg svo betur hvað til bar,
að heldur eg en þú það var,
sem Bragi kveða bað.
Og Hatur — þú komst heldur seint,
því hertu nú þinn dug:
það dupt, sem nær þín hönd, er hreint
sem heiðarmjöll, þó ljóst og leynt
mjer hygðir illt í hug.
Nú sjáið, hvernig gröfin gín! —
Hví gugnar þú og flýr?
Jú, höllii} sú er hreinni en þín,
því hana prýddi ástin mín,
og því er hún svo hýr.
Á hvítasunnu held eg jól,
þá hittir hún vininn sinn,
og líka þegar lengst er sól *
hún lofar að sjá mitt höfuðból,
því blessa eg bústað minn.
Og syng nú, fugl, af lyst þín ljóð,
og lilja, blómstra þú,
en ali rós mín gröfin góð,
þá gráti hún ei, en brosi rjóð
til heiðurs horskri frú.
Svo bý eg sæla sumarstund
í sögðum lystireit;
þá laufin krókna, kveð eg lund,
og komu svanna Guðs á fund
eg bíð í sólarsveit.