Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 19

Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 19
179 Allar hinar konurnar fengu ákafa hóstakviðu og bitu i vasa- klútana sína. En Gunnhildur tifaði áfram með tebakkann sinn með sama vinabrosinu og hæverskusvipnum og vant var. Gunnlaugur var nú á tólfta árinu. Honum gekk vel í skól- anum; en hann var nokkuð mikill ólátabelgur og uppstökkur, —■ töluvert uppstökkur. Einkum varð hann svo æfur, að hann rjeði sjer varla fyrir reiði, þegar piltarnir kölluðu hann Gunnhildarson, en að þeirri fyndni hló yfirkennarinn æfinlega mjög dátt. Einn dag hittist svo á, þegar piltarnir vóru úti i frímínútun- um, að Gunnhildur gamla gekk þar fram hjá. Þá kallaði sonur lyfsalans, sem hafði orð á sjer að vera »skollans fjörugur strákur«, upp yfir sig: »Líttu upp Gunnhildarson, þarna kemur hún móðir þín með vasana fulla af sætsúpu og syltutaui«. Yfirkennarinn ætlaði að springa af hlátri. »Jeg skal gefa þjer syltutau, asnakjálkinn þinn,« sagði Gunn- laugur, og gaf afspring lyfsalans »blátt auga.« Yfirkennarinn brunaði fram á vigvöllinn. »Þú skalt eiga mig á fæti, ef þú hættir ekki að misþyrma börn- um heiðvirðra manna, götustráksræfillinn þinn. Þú skalt nú verða flengdur og fá að dúsa tvo aukatíma í skólanum í dag, en hinir piltarnir fá mánaðarfrí.« Svo var Gunnlaugur barinn og mátti sitja eptir, þegar hin- ir fóru. Skólaherbergið var i stofunni og vissi út að götunni. I hús- inu beint á móti bjó bæjarfógeti Snædal. Glugginn á því var op- inn og við hann sat Sigríður, dóttir bæjarfógetans, og var að borða hálfþroskað epli. Hún var ellefu ára gömul. í þá daga sáust nefnilega ellefu ára stúlkur sitja og naga epli, þó það þætti kannske skritið nú á dögum; en þá vóru stúlkubörnin ekki orðnar »dömur« á tíu ára skeiðinu. Gunnlaugur sat grátinn og með þrútnar kinnar og stytti sjer stundir með því að teikna skrípamyndir í gluggakistuna. Sigrið- ur kinkaði kolli til hans. Gunnlaugur kinkaði raunalega kollinum á móti. »Ertu látinn sitja aukatíma í skólanum Laugi?« — »Já.« — 12'

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.