Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 23
syni,« en þá var það lyfsalasonurinn, sem íjekk að kenna á reyr-
prikinu. Upp frá því lögðu piltarnir ekki neitt til Gunnlaugs.
Það átti að ferrna Gunnlaug.
Fermingardaginn var mikill söknuður í mörgu húsi í bænum,
því það átti að ferma svo mörg heldri manna börn, og Gunnhild-
ur hafði algerlega afsagt að ganga nokkurs staðar um beina.
Hún gekk hreykin í kirkjuna við hliðina á syni sínum í nýj-
um, dökkum kjól og nýrri, hvitri hempu með ljósbláum legging-
um. Hún hafði líka ástæðu til að vera hreykin yfir honum. Hann
sómdi sjer vel í nýju fötunum sínum, hár og keikur með fránu,
dökku augun og ljósa lokkahárið.
Sama daginn átti að ferma Sigriði, dóttur Snædals bæjarfógeta.
Bæjarfógetahjónin og Gunnhildur komu í sömu andránni út
úr kirkjunni. Þau námu staðar. Heillaóskir á báðar hliðar. Sig-
ríður gekk að Gunnlaugi. — »Til hamingju,« sagði hún og rjetti
fram höndina. — »Jeg þakka, og óska hins sama,« svaraði hann
hálffeiminn.
Honum virtist hún koma einhvern veginn svo frámunalega
ókunnuglega fyrir, eins og hún stóð þarna i dragsíða, dökka silki-
kjólnum og með hárið fljettað og undið upp í hnakkann. Hún
var allt í einu orðin fullorðin »dama«, en hann fann, að hann
sjálfur var enn ekki nema skólapiltur. Hann stóð og var að fitla
við nýju svörtu hanzkana sína.
»Það — það eru ljómandi blóm, sem þú —• þjer hafið. þarna.« —
»Vil — Viltu fá eitt af þeim til að stinga í hnezluna, Laugi?« —
>Astarþakkir.«
Hún rjetti honum hálfútsprungna flosrós. Hann var nokkuð
rjóður á vangann, þegar hann tók við henni; en það hafði líka
verið ákaflega heitt í kirkjunni.
»Þú mátt nú ekki lengur segja Laugi, Sigga mín, heldur herra
Gunnlaugur Hallsson,« sagði bæjarfógetafrúin. »Hjet hann ekki
Hallur maðurinn yðar, Gunnhildur mín?«
»Jú, svo hjet hann, góða frú.«
»Hvað á hann nú að verða?« spurði bæjaffógetinn. »Þjer lát-
ið hann sjálfsagt fara að læra einhverja handiðn?«
»Hann á að fara til höfuðstaðarins og fara að stúdera.«