Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Side 24

Eimreiðin - 01.09.1896, Side 24
»So —, á hann að stúdera?« sagði frúin kaldranalega. — »Ver- ið þið sæl!« Það var komið með vagn bæjarfógetans og hann og mæðg- urnar stigu inn í hann. Sigríður drap vinalega höfði. Gunnlaug- ur horfði á eptir henni með löngu augnaráði. Svo geltk hann heimleiðis með móður sinni. Nokkru seinna lagði hann af stað til þess að byrja á skóla- náminu. Gunnhildur stóð í sorgarbúningi á eimskipsbryggjunni. Þann dag átti hún nefnilega að vera greptrunarseðill og var því með svörtum röndum. »Vertu nú sæl, mamma,« — »Vertu sæll góði minn. Drott- inn veri með þjer. Láttu nú sjá, að það verði mikill maður úr þjer, en þó ekki svo mikill, að þú gleymir kellingarhróinu henni móður þinni,« sagði hún grátandi. »Nei, mamma, jeg skal ávallt muna eptir þjer og svo — eptir — eptir annari líka.« — »Annari líka?« — »Mamma, þú — þú,« — »Nú, nú, hvað þá?« — »Pú — þú getur borið henni Sigríði kveðju mína og skilað til hennar, að jeg skuli aldrei gleyrna henni.« »Hann kippti að sjer hendinni og stökk í hendingskasti upp á skipið. Það var hringt í þriðja sinn. Eimskipið leið frá bryggj- unni. Gunnhildur stóð lengi og horfði á eptir honum. Svo trítlaði hún upp eptir strætinu, gekk inn í húsin og sagði með tár í augunum: »Jeg var beðin að bera kveðju frá honum Páli málaflutnings- manni og skila að konan hans dó í nótt klukkan hálífjögur.« Menn gátu ekki skilið í því, hversvegna Gunnhildur var svo sorgbitin yfir því, að konan hans Páls málaflutningsmanns væri dáin. Maðurinn hennar grjeti víst ekki úr sjer augun yfir láti hennar. Gunnhildur var búin að þjóna sem vökukona og baðkona í fjögur ár. Og nú er Gunnlaugur orðinn stúdent. Það er von á honum heirn á hverjum degi. Það er komið undir lok september- mánaðar. Haustblómin í garðinum hans Snædals bæjarfógeta glitra í fullnaðarblóma, en .viðvindilsblöðin upp um laufskálann eru kom- in í rauðleita haustbúninginn sinn, og gangstigirnir eru alþaktir fölnuðu laufi. Haustvindurinn skekur límar trjánna og regnið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.