Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 35

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 35
195 Hún drap höfðinu með skæru brosi; hún lá grafkyr og hafði ekki augun af brúðarblómvendinum hennar Sigríðar; og svo hlust- aði hún og hlustaði, þangað til vagnskröltið dó í fjarska. Svo fórnaði hún höndunum, lokaði augunum og leið út af. Og nú fjekk Gunnhildur gamla hvíld; hvíld eptir alla mæðu og strit lífsins; og hún þurfti þess líka með. Hún var orðin þreytt; hún hafði haft svo mikinn eril um æfina. Nú er aptur liðinn nokkur tími; en tíminn er líka miklu hraðfleygari nú á dögum. Hann líður ekki á vængjum vindanna eins og í gamla daga; hann brunar áfram knúinn eimafli. Framfarirnar hafa geisað í »hraðlest« yfir bæinn og allt er orðið breytt. Lyfsalafrúin heldur, að heimurinn geti ekki staðið lengi. Yfir- kennarafrúin heldur það líka, að heimurinn geti ekki staðið lengi, eins og nú sje farið að umturna og hafa hausavíxl á öllum sköpuð- um hluturn. Nú eru allar iðnaðarmaddömur orðnar frúr og dætur þeirra eru að læra útlend tungumál og leika þjóðkunn sönglög á hljóð- færi jafnsárgrætilega og fínustu stázmeyjar. Daglaunamaðurinn er líka orðinn breyttur frá því, sem var í þá góðu gömlu daga, þegar sú eina skemmtun, sem hann hafði á sunnudögunum, var, að drekka sig fullan og berja konuna sína. Nú er búið að stofna daglaunamannafjelag, þar sem menn eru að ræða um pólitík og halda ræður fyrir frelsi og jafnrjetti. Og nú eru stúlkuböririn hætt að hneigja sig fallega fyrir fínu frúnum, en fitja upp á trýnið, þegar þær ganga fram hjá. Nú eru menn hættir öllum skylmingum, en búnir i þess stað að mynda róðrarfjelag eptir ensku sniði með mahognýbát og bringu- berum hásetum. Yfirkennarafrúnni hnykkti mjög við og henni varð að líta undan, þegar hún sá þá í kappróðrinum seinast. Hún sagðist segja það satt, að hún hefði aldrei sjeð karlmenn sona fá- klædda nema manninn sinn. Aptur fannst ungu stúlkunum bún- ingurinn snotur og fara vel. En nú eru lika ungu stúlkurnar farnar að læra að synda og reykja vindlinga, sem áður þótti mesta ósvinna. Það er búið að koma upp ullarverksmiðju og byggja fríkirkju 13*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.