Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 36
196
og leikfimishús, og farið að gefa út þjóðveldisblað með nýrri
rjettritun.
Það er búið að leggja járnbrautarteina gegnum gamla kirkju-
garðinn, og nú bruna flutningslestir með farm og lifandi fje yfir
leiði heiðvirðra kaupmanna og bæjarfógeta.
En úti í nýja kirkjugarðinum er allt blómlegt og grænt, og
þar gnæfir skrautlegur granítstöpull upp úr öllum hinum minn-
ingarmerkjunum og krossunum. Framhliðin er fáguð sem spegill,
og þar skín með gullnu letri:
GUNNHILDUR ÁRNADÓTTIR.
Hverjum skyldi hafa dottið það í hug fyrir svo sem tuttugu
árum, að hinni fátæku vökukonu yrði sýndur slíkur sómi?
Þegar veðrið er fagurt á sumarkveldin má sjá bregða fyrir
myndum yndislegra ungmeyja, sem eru að flögra kringum stöp-
ulinn.
Það eru dæturnar hans Gunnlaugs lögreglustjóra; þær eru að
annast og vökva blómin á leiðinu hennar ömmu sinnar.
Og það má segja, þau eru fögur blómin á leiðinu hennar
Gunnhildar gömlu.
Lauslega þýtt af
V. G.
Bismarck um ísland.
Jeg var staddur í Hamborg sumarið 1893 og datt mjer þá ekki
minna smáræði i hug, en að hitta »járnkarlinn« sjálfan, gamla Bismarck,
sem býr á næstu grösum. Jeg vissi reyndar, að það var ekki á almanna-
færi að eiga tal við karlskepnuna, og að margir höfðu sinn hest orðið frá
honum að leiða, en samt vildi jeg reyna að riða á vaðið, þó djúpt væri.
Hver veit nema karlfuglinum þyki gaman að spjalla við mann norðan
úr reginhafi? Gaman væri að sjá hann, áður en hann hrökkur upp af,
hugsaði jeg.
Einn góðan veðurdag herti jeg upp hugann, bergði á góðum þýzk-
um bjór og lagði af stað að járnbrautarstöð þeirri, er kennd er við Ber-
lín. Tók jeg þar farseðill til Friedrichsruhe (Friðriksró), sem er búgarð-
ur Bismarcks. Var jeg heldur en ekki upp með mjer, þegar jeg hjelt
á farseðlinum í hendinni, og þóttist nú svo sem fara mundu, þótt fjand-
anum rigndi sjálfum, eins og þar stendur.