Eimreiðin - 01.09.1896, Side 37
i97
Járnbrautarlestin rann af stað og hjelt í suðaustur. Leið ekki á
löngu, áður fór að bregða fyrir skrúðgrænum engjum og korngulum
ekrum. Voru menn sumstaðar í heyönnum, að þurka hey, að slá og
raka, jm mesta sumarblíða var um daginn. Pegar komið var til Frið-
riksróar, tók jeg eptir því, að eina þrjá fjórðunga stundar er verið á
leiðinni frá Hamborg þangað.
Við járnbrautarstöðina stendur litið þorp með um 200 íbúa. Eru
það landsetar Bismarcks, því hann á jörð alla langar leiðir í allar áttir
frá kotbæ þessum. Járnbrautin liggur um hlaðið á búgarði hans, og þó
ekki sje nema þriggja mínútna kippur að járnbrautarstöðinni, lætur hann
ekki svo lítið að skreppa þangáð, en stígur i vagninn á járnbrautinni
fyrir dyrum sínum. Ekki gengur honum til þess leti, því á hverjum
degi ekur hann eða gengur um Saxaskóg (Sachsennald), er svo heitir.
Skógurinn er mikill og fríður, fura og beykitrje, rjóður og hólar, leiti
og lautir, og er engin furða, þótt Bismarck uni sjer vel i honum, enda
græðir hann stórfje á við, sem hann lætur höggva þar. Karlinn harð-
bannar mönnum með auglýsingum að reykja i skóginum. Hann er
hræddur um, að i honum verði kveikt.
Mörgum er forvitni á að sjá hinn aldna jötun, en honum geðjast
illa að þvi, að menn sjeu á degi hverjum að góna og glápa á sig, og
hefur þvi, eins og Útgarðaloki, látið hlaða skiðgarð um hibýli sitt. Rjeðst
jeg á hlið, er á honum var, og lauk þar upp gamall dyravörður, grár
fyrir hærum. Furðaði mig á, að hallarvörður þessi var vingjarnlegur,
þvi hann mun vist fyrir löngu orðinn lúinn og þreyttur af átroðningi
manna. Jeg sagði honum erindi mitt og vísaði hann þá mjer til sætis
í herbergi einu i húsi sinu við hliðið. Var þar ekki annað innanstokks
en borð og tveir trjebekkir. Sátu á þeim karlmaður og kona, sem voru
i sömu erindum og jeg. Fjekk jeg hallarverði nafnseðil minn og tók
hjónaleysin, sem sátu þar, tali. Komst jeg skjótt að því, að það voru
Þjóðverjar frá Kaliforníu.
Eptir stundarbið kom ungur maður með gleraugu inn. Jeg vissi,
að skrifari Bismarcks hjet Chrysander, og spurði hvort hann væri ekki
Dr. Chrysander. Á Þýzkalandi er óhætt að kalla hvern vel menntaðan
mann doktor, því þar er annarhvor maður doktor að nafnbót. Jeg sagð-
ist vera utan af Islandi og vilja ná tali við Bismarck. Chrysander svar-
aði, að nýstárlegt mundi Bismarck þykja að hitta Islending. Blaðamenn
væru nú reyndar orðnir honum hvimleiðir, enda væri þeim ætíð vísað
burt með harðri hendi, nema ritstjóra blaðs þess í Hamborg, sem Bis-
marck ritar í (Hamburger Nachrichten). Annars væri karlinn lasinn og
gengi ekki um Saxaskóg að venju sinni, en um klukkan fimm mundi
hann líklega aka út i skóginn. En óvíst væri, hvort vagn hans færi