Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 38
útum vestur eða austurhlið búgarðsins, svo hæpið væri að bíða þar til
að sjá hann. Mjer væri bezt að korna aptur í næstu viku. Skyldi hann
þá gera allt sem í sínu valdi stæði til þess, að jeg næði fundi Bismarcks.
Jeg þakkaði manninum fyrir góðvild hans og lofaði hann fyrir, að
hann sagði mjer hreint og beint, að ekki væri tiltökumál að hitta Bis-
marck þann dag. Skjallaði jeg hann dálítíð og sagði, að þeir Bismarck
væru ætíð nefndir i sömu andránni og mundi svo verða um ókomnar
aldir. Hann ljet vel yfir þessu, fylgdi mjer út um hliðið og var mjög
málreifur. Skildum við með mestu virktum. Gekk jeg síðan um
skóginn með Þjóðverjunum frá Kaliforníu og tókum vjer oss hressingn
i veitingahúsi i grendinni. Heyrði jeg þar margar skrýtlur um Bismarck,
því hann tekur hvern dóna tali, sem hann hittir i skóginum, og er þá
opt gamansamur og meinfyndinn. Vinnuharður kvað hann vera og
spar á fje, en vinnufólki hans þykir samt vænt um hann, þvi hann spjall-
ar opt við það og er þá lítillátur. Pykir þeim sómi i þvi að þjóna
honum.
Um klukkan fimm kom jeg með förunautum mínum að vesturhliði
hallarinnar. Stóð þar þá hópur af hvitklæddum stúlkubörnum og var að
syngja þjóðsöngva. Pað var skóli og voru kennslukonurnar með. Allt
i einu var lokum skotið frá og stúlknafansinum hleypt inn. Siðan voru
járngrindur opnaðar, og var öllum vísað inn á grasflöt fyrir hallardyrum.
Sat höfuðpaurinn þar sjálfur á stóli, sem stóð á palli, og skútti þekjan
fram yfir hann. Yglibrýr hans voru ljettar, þvi söngurinn hafði bliðk-
að karltetrið.
Stúlkurnar námu staðar fyrir framan hann og stóðu kennslukonurn-
ar fremstar með blómstur í höndunum. Ein yngismærin þuldi svo upp
úr sjer lofkvæði, drápu um Bismarck. Stóð dálítið i henni, en annars
var málrómur hennar snjallur. Begar hún lauk kvæðinu, stóð Bismarck
upp, tók húfuna af höfðinu og kyssti hana. Kvæðið hafði fengið svo
á hann, að tárin runnu ofan kinnarnar á honum, en er kvennfólkið sá
það, fór það að hágráta. Tók hann nú klökkur við blómstrunum og
spurði kennslukonurnar um hag þeirra, kennsluna o. s. frv. Siðan gaf
hann þeim bendingu og kvöddu þær hann með hneigingum og beyg-
ingum.
Bismarck á tvo heljarstóra hunda. Beir voru að sleikja og flaðra
upp um fólkið, svo Bismarck varð opt að hasta á þá. Hann er haltur
i fæti og hefur hann þvi á fótskemli. Chrysander gerði mjer nú bend-
ingu og jeg heilsaði upp á karlinn. Hann tók vingjarnlega í hendina
á mjer og bauð mjer til sætis á stóli, við hliðina á sjer, rjett eins og
jeg væri einhver stórhöfðingi. Hafði jeg nú gott færi á að skoða karl-
sauðinn i krók og kring, meðan jeg talaði við hann, i fjórðung stund-