Eimreiðin - 01.09.1896, Side 39
199
ar. Rann mjer þá í hug glíma Pórs við Elli hjá Útgarðaloka forðum.
Flestum kemur hún á knje. Engi maður var óttalaus fyrir þessu heljar-
menni, þá er hann ljef brýnnar siga og hvessti augun eða skaut ægigeisl-
um, eins og Egill Skallagrimsson kemst að orði. Rótti illt að búa undir
yglibrún hans. Brýnnar eru samar, en eldurinn, sem brennur úr augum
hans, er orðinn daufari. Sækir vatn i þau og hann gýtur þeim út und-
an sjer, eins og maður, sem orðið hefur fyrir ofsóknum og óþakklæti.
Kinnsoginn og farinn er hann orðinn og hvítur fyrir hærum, en skall-
inn er ber. Svipmikill er hann enn og sópar að honum.
»Chrysander hefur sagt mjer, að þjer væruð frá íslandi.« — »Svo
er sem hann segir Y. D.1* — »Hvað lengi er maður á leiðinni þaðan. —
»Nærri hálfan mánuð með gufuskipi.« — »Á! lengri tima en til Ame-
riku. Ja, mjer er vel kunnugt um, að Leifur heppni var Islendingur og
ekki Norðmaður. Pið íslendingar hafið ærinn sóma af að hafa fundið
Ameriku fyrstir manna.« — »Lítt var okkar getið á Chicagosýningunni.« —
xfess var nú heldur ekki von. Danir munu hafa borið ykkur ofur-
liði.« — »Nei, þeir voru einir um hituna.« — »Er það satt að Island sje
eins og þýzka Sljesvik gagnvart Danmörku?« — »Fjarri fer þvi. Vjer
höfum sjálfsforræði, þó mikið vanti á, að það komist i námunda við
sjálfsforræði það, sem enskar nýlendur hafa, enda vilja þjóð og þing
færa það út, en danska stjórnin setur þvert nei fyrir.« — »Jeg hef sjeð,
að Konráð Maurer i Múnchen hefur skrifað um það, en ekki hef jeg
lesið það. Ekki skil jeg, hvern hag Danir hafa af þvi, að neita Islend-
urn um fulla heimastjórn (Home Rule).«- — »?eir vilja ekki missa einn
skika af rikinu, því Danmerkur riki hefur verið að minnka núna í mörg
hundruð ár.« — »Lauenborg, sem jeg bý i,2 var lengi dönsk. Fað ligg-
ur við, að jeg sje danskur þegn,« sagði hann og hálfglotti við.« —
»Ekki munu Danir fara að heimta þegnskyldu af yður«. — »Hvað mörg
blöð eru á Islandi?« Jeg sagði honum sem var »og er opt minnzt á
yður í þeim.« — »Viljið þjer senda mjer blöð, sem geta um mig, til
blaðasafnsins í Sckönhausen?« — »Það skal vera mjer mikill sómi og á-
nægja að mega gera það.« — ^Rið hafið ofmörg blöð fyrir svo fámenna
þjóð.« — »íslendingar eru bókabjeusar eins og Fjóðverjar.« Eptir stund
sleit hann talinu, kvaddi mig innvirðulega með handabandi og steig uppí
vagninn, sem beið hans. En mjer voru sýnd híbýli hans. Var þar allt
eins viðhafnarlitið og framast verða mátti.
Bismarck missti konu sina haustið 1894, en það sumar var jeg
staddur i Hamborg á ársfundi þýzkra höfunda og blaðamanna, og fóru
1 Y. D. = yðar Durchlauchtigkeit, ávarpstitill Bismarcks.
2 Friedrichsruhe er í Lauenborg.