Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 40

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 40
200 þeir til Friedrichsruhe til að heilsa uppá karlinn. Var jeg í þeim flokki og þekkti hann mig aptur og þakkaði mjer fyrir blaðasendingarnar. Lundúnum, 19. janúar 1896. Jón Stefánsson. Goethe og Sehiller. Eptir Steingrim Thorsteinsson. Á síðara hluta 18. aldar var drottnandi á Frakklandi og flestum öðrum þeim löndum Norðurálfunnar, þar sem bókmenntir þrifust að nokkrum mun, sú bókmenntalega stefna, er almennt nefnist upplýsing.1 1 Menn hafa kallað og kalla enn 18. öldina >jupplýsingar öldina« eða »heim- spekilegu öldina«, og lúta þau nöfn að hinu andlega lífi, sem breiddist út frá Frakklandi. Frakkar voru enn þá eptir miðju aldarinnar oddvitar bókmennta- lífisins og hinnaandlegu hreyfinga eins og á dögum Loðvíks 14., og fetuðu hinar þjóðirnar að mestu leyti í þeirra fótspor og líktu eða öpuðu eptir þeim. En því má ekki gleyma, að upplýsingarstefnan (ekki síður enn stjórn- byltingarhugmyndin) stafaði reyndar upphaflega frá Englandi og eiga kenn- ingar hinna frákknesku upplýsingarmanna rót sína að rekja til Englands, því undirstöðu atriði þeirra eru úr heimspekisritum Locke’s (1632—1704). Sú heim- speki varð megingrundvöllur þeirrar andlegu skoðunar, sem nú ruddi sjer hvervetna til rúms, þar sem frakknesk áhrif náðu til. Þessi stefna var mest- megnis neitileg (negativ) og niðurrífandi. — »Að neita því, sem náð hafði festu og gildi, þótti í þá daga opt og einatt vera sammerkt við sanna mennt- un, kröfur skynseminnar og bráðnauðsynlegar framfarir. Það af þjóðfjelag- inu, sem stendur, og það, sem er að detta í sundur, hrífur hvort á annað, og af þeim víxláhrifum framkemur þetta undarlega sambland af alvarlegum áhuga og ljettúðarfullri keskni, af kuldalegu niðurrífandi spotti og framfara- legum guðmóði, af fölskvalausum sannleik og ýmist vísvitandi eða óafvitandi lygi, og það er þetta sambland, sem einkennir skörungana á meðal hinna frakknesku rithöfunda og gerir oss mögulegt að leggja dóm á sitt hvað í þessum aldarhætti« (Stern). En helztu rithöfundar í þessa stefnu voru Montesquieu (1689—1755), er samið hefur tvö merkisrit »Um anda laganna« (Esprit des lois) og »Um orsakirnar til veldis Rómverja og hnignunar þeirra«. Voltaire (1694—1778) skáld og sagnaritari og höfundur að fyndnustu heims- ádeiluritum og ritgjörðum um ýmisleg efni og, þegar á allt er litið, hinn mesti snillingur í bókmenntum Frakka á seinni tíð; hann var hinn harð- snúnasti fjandmaður kirkjunnar og kirkjuvaldsins og ofsótti það með hár- beittustu hæðnisrítum, en ekki var hann þó guðsafneitari eða guðleysingi, heldur nieistii. (trúandi á einn guð). Þá voru ennfremur »Encyklopœdistarnir*, sem öldin hefir einnig verið kennd við, — það voru höfundar »Encyklo- pœiiunnar<í (alvísindafræðinnar), sem var að koma út frá 1746 til 1766, og voru merkastir þeirra Diderot og d’ Alembert. Hinn síðasti skörungur frakkneskra bókmennta á 18. öldinni, sem þær eins og klykkja út með, er /. /. Rousseau (-j- 1778). Hann fann og skildi, að menntun samtíðar hans var ónóg og andagiptarsnauð, og bætti hann úr þeim bresti »upplýsingar- innar« með því að .halda fram kröfum hjartans og tilfinninganna móti al- veldi kaldrar skynsemi eða hyggjuvits, og jafnframt sakleysi náttúru ástands- ins móti ijelagslífinu, með allri þess spillingu og offínindum, eins og það var orðið um hans daga. Og þótt ekki væri laust við að R. gerði það nokkuð einstrengingslega, þá hittu samt orð hans góðan jarðveg, því til-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.