Eimreiðin - 01.09.1896, Page 42
202
sorgleika skáldskapnum á skakka leið. fað voru þá einkum þessir tveir
menn, Klopstock og Lessing, sem höfðu hafið hina nýju stefnu og vak-
ið hugmyndina um nýtt »ídeal«, nýtt hugsjónarmark, sem eptir bæri að
keppa, en það var sjerstaklega fólgið í frumlegum nýjum skáldskap, sem
segði skilið við allt úrelt og útslitið og byggði aðallega á þjóðlegri undir-
stöðu með Hómer og Shakespeare fyrir augum eins og hinar beztu
fyrirmyndir. Upp úr þessu hefst nú i bókmenntalífi Ljóðverja tímabil
það, er nefnist »Sturm und Drangperiode«, og er það heppilegt nafn, því
»Sturm« táknar áhlaupin og framsóknina, en »Drang« hina áköfu innri
þröng og þörf til að ryðja sjer til rúms. fessi mikla framsóknar hreyf-
ing varð til þess að skáld nokkur á Norður-Pýzkalandi (í Göttingen)
gerðu bandalag með sjer (»Göttinger Dichterbund« eða »Hainbund«). Voru
í því meðal annara Voss (-f- 1826), Hölty (-j- 1776), Claudius (-j- 1815)
og Biirger (-j- 1794). I augum þessara skálda var Klopstock hið þjóð-
lega fyrirmyndarskáld og höfðu þau mestan hug á lýriskum kveðskap.
Jafnframt var suður á Þýzkalandi annar flokkur samrýndra skálda, kall-
aður hinn Rín-lenzki og Main-lenzki og var hjá þeim skáldum hugur-
inn mestur á hinu »dramatiska«, á því að koma upp þjóðlegum leik-
rita skáldskap. I þeim flokki var Goethe sjálfur, Klinger (17.51—1831),
Lenz (-j- 1792) o. fl. Klinger hafði skáldgáfu mikla, en kunni ekki sem
bezt stjórn á henni, og eru skáldrit hans, einkum leikritin, full af jötun-
móði, fljugandi imyndunarafli, fimbulmálum og geysingi, en fegurðina
vantar, og eru þau engin listaverk, þó þau væru þýðingarmikil fyrir sinn
tíma. Eitt af þeim heitir »Sturm und Drang«, og af því hefir tímabilið
fengið nafn sitt. Telja menn, að tímabil þetta hafi staðið frá 1772 til
1785. Meðal hinna fremstu manna þessarar stefnu má og telja J. G.
Herder, sem bæði var guðfræðingur, sagnfræðingur, heimspekingur og
þess utan skáld, andlegt mikilmenni og hinn frjálslyndasti í skoðunum
sínum og gagntekinn af allsherjarlegum mannúðaranda. Hann hafði með
sínum andríku og snildarlegu ritgjörðum í áður nefndum greinum afar-
mikil áhrif á bókmenntalífið, og þótt ekki kvæði svo mjög mikið að
honum sem frumskáldi, þá vann hann samt skáldmenntinni ómetanlegt
gagn með því að leiða hugi manna að hinum sönnu frumlindum skáld-
skaparins í biblíunni, Hómer, Shakespeare og þjóðskáldskap (Volkspoesie)
hinna ýmsu Evrópu-þjóða, er hann þýddi mörg sýnishorn af með mestu
snild (»Stimmen der Völker«l), og sýndi þar með ágæti hins einfalda
náttúruskáldskapar í samanburði við lærdómslegan og þvingaðan íþróttar
skáldskap.
Yfir þennan andlega ólgusjó og umbrot aldarinnar hefja sig nú tvö
stórskáld, Goethe og Schiller, sem bera langt af hinum. Reir eru sjálfir
fyrst fullir af þessum anda og taka þátt i hinni geystu framsóknarhreyf-
ingu, en síðan stjórna þeir henni og leiða hana úr öfgum og óskapnaði til
hreinnar skáldlegrar fegurðar. IDeir nota það sem nýtilegt og heilbrigt er í
»Sturm und Drang«, en hafna hinu gagnstæða, fullkomna sig sjálfa og fram-
1 Þessi bók hans: »Stimmen der Völker in Liedern« hafði fyrst komið út
með titlinum »Volkslieder«, 1—2 Leipzig 1778—79. Úr þeirri bók mun
Bjarni Thórarensen hafa þýtt »Weg der Liebe« og niðurlagið úr kvæðinu
»Darthula« eptir Ossian. í þessu safni Herders eru eigi faar þýðingar af
fornnorrænum kvæðum.