Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Side 46

Eimreiðin - 01.09.1896, Side 46
20 6 þangað til byltingar og stórviðburðir komu að hendi, eins og annað óþyrmilegt meðal, sem alveg læknaði menn af viðkvæmninni og Werther- sýkinni. Pessi tvö áður nefndu skáldrit hófu Goethe í öndvegissess meðal þýzkra skálda, og framsóknarmennirnir þóttust nú i honum hafa fengið hinn rjetta oddvita og forvigismann sinnar stefnu í bókmenntunum. En það var misskilningur, þvi nú hafði Goethe lagt »Sturm und Drang« að baki sjer. Onnur skáldrit eptir Goethe frá þessu æsku-timabili hans eru »Clavigo« og »Stella«, og er hið fyrra að aðalhugsuninni i skyldleika við Götz, en hið siðara við Werther. Um þetta leyti kynntist Goethe ungri elskuverðri stúlku, dóttur bankastjóra í Frankfurt. Hann kallar hana »Lili« i kvæðuni sínum, og það er hún, sem táknast með aðalpersónunni i Stellu. Gerðist svo kært með þeim, að þau trúlofuðust, en hjer varð sama sem áður efst á baugi, að Goethe var tregur að binda sig við hjúskapinn, en hafði þó ást á stúlkunni og tók sárt til hennar, og var þvi hugarástand hans um þetta leyti undarlegt sambland sælu og kvala. En þegar Goethe var i þess- um vanda, þá vildi það til, sem beindi lifi hans i nýja stefnu. Karl August erfðaprinz af Weimar kom til Frankfurt, kynntist við Goethe og fannst stórmikið til hans koma (1774). Arið eptir tók prinzinn við stjórnarráðum yfir hinu litla landi sinu og kvæntist Luisu prinzessu af Hessen Darmstadt; bauð hann Goethe þá til hirðar sinnar i Weimar, og slitnaði nú upp úr trúlofuninni við Lili, en Goethe fór til Weimar i nóvemberm. 1775. Og er hann var þangað kominn, rjeðst það fljótt af, að hann yrði þar áfram. Hertoginn ungi og Goethe voru að mörgu skaplíkir, og tókst þegar með þeim vinátta, sem hjélzt til dauðadags. Var hertoginn maður mæta vel gáfaður og menntaður og menntavinur hinn mesti; Wieland hafði verið aðalkennari hans. Unni hertoginn allri andlegri framför og vildi safna að sjer sem flestum andans mönnum, en jafnframt var hann fjörmaður og gleðimaður og nokkuð ókærinn, ef í það fór, enda voru gleðir miklar og fjörugt lifað, og ekki útsláttar- laust fyrst eptir að Goethe var kominn til 'Weimar. En ekki sleppti hann sjer svo í glaumnum, að hann missti sjónar á sínu æðra marki; hann naut lifsins, lærði að þekkja það frá nýrri hlið og auðgaði sinn sistarfandi anda. Kom þar fljótt, að hertoginn hóf hann til hárra em- bætta, veitti honum sæti í stjórnarráðinu, gerði hann að geheimelega- ziónsráði og hóf hann í aðalstjett, og i stuttu rnáli rjeði Goethe mestu um allt með hertoganum. Var það um tiu ár, sem hann lifði þessu hirðlífi og embættislega starfslífi, og lýsti hans frábæra andlega at- gjörfi sjer í því, hvað margt hann gat haft undir i einu. Pannig gegndi hann með mestu alúð og dugnaði hinum ýmsu og ólíku embættum sín- um, ljet sjer af albuga annt um fjelagslegar framfarir og velgengni og var í öllu hinn hollasti ráðanautur hertogans, en þar hjá stundaði hann vísindi (jarðfræði, plantfræði, líkskurðarfræði og litafræði) og gleymdi auðvitað ekki heldur skáldskapnum, þegar hann komst höndum undir; en svo sem að líkindum ræður, var það lítill timi, sem hann hafði aflögu til þeirra starfa, enda auðnaðist honum ekki á þessum árum að fullgera neitt stærra skáldrit, en bar mikið fyrir brjósti af skáldsmiðum, sem hann var byrjaður á, áður en hann kom til Weimar, og færðist þess utan aðrar nýjar i fang. Jafnframt þessu voru enn sem áður ástir kvenna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.