Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 47

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 47
207 ofarlega á blaði í lífi hans. Fylgdi það honum jafnan fram á gamals aldur, að hann gat aldrei án ásta verið og var breytingagjarn í þeim efnum, og er þess getið þessvegna, að ástalíf hans var svo nátvinnað við ímyndunarlíf hans og skáldskap. Voru það einkum tvær, sem heilluðu hjarta hans um þetta leyti, gipt kona Charlotte von Stein og Corona Schröter, söngmær við hirðina. Fjærri fór þvi samt, að timabil þetta væri ófrjótt fyrir anda hans. Hirðlífið og embættisstarfsemin, með lífsreynslunni, sem þvi var samfara, gerði anda hans þroskaðri, og ákafi tilfinninganna stilltist i umgengni við menntaða og andríka menn og konur. Þó kom þar að lokum, að hon- um fannst hann þurfa að slíta sig frá þessu slífi í Weimar, sem að mörgu leyti var honum svo þægilegt, en hafði þó sína agnúa. Tókst hann því ferð á hendur til Ítalíu, fósturlands fegurðarinnar og listanna, og hugði gott til að vinna þar að skáldskaparverkum sinum í fullu næði. Dvaldi hann þar árin 1786—88 og lauk á þeim tima við sjónleikina »lphigenia auf Tauris« og »Egmond«. Hann var nú orðinn staðfastur í þeirri ætlun, að lifa aðallega fyrir skáldskapinn, vísindin og listirnar, og leysti hertoginn hann þvi frá öllum þeim embættisstörfum, sem áttu ekki neitt þar við skylt, en hinu hjelt hann, svo sem umsjón með hirðleik- húsinu, listasöfnunum o. fl. 1788 sneri hann aptur til Weimar, og rjett eptir heimkomuna gaf hann út sjónleikinn »Torquato Tassoi og rit sitt »Die Metamorphose der Pflanzen« (ummyndan plantnanna). Sömu- leiðis gaf hann út brot af »Faust«, hinu merkasta meistaraverki sinu, sem hann var að yrkja alla ævi sína og lauk fyrst við árinu áður en hann dó. Öll þessi rit hafði hann haft i smiðum áður, og sum þeirra lengi. Frakkneska stjórnbyltingin, sem gaus út um þetta leyti, átti sízt við skaplyndi og hugsunarhátt Goethe’s, sem hafði þá trú, að engar þjóð- framfarir gætu átt sjer stað, nema stig af stigi á friðsamlegan hátt fyrir menntun og menningu, og þykir sem hann hafi skort sögulegan skiln- ing á hinum mikla söguviðburði. Hann kvaðst ekki sjá, »að af bylting- unni leiddi neitt betra, heldur að eins eitthvað annað.« Af þeirri skoð- un eru sprottin nokkur leikrit eptir hann (»Der Burgergenerah, Die Auf- geregten«, »Unterhaltungen deutscher Ausgewanderten«, »Der Grosskophta) og í líkum anda er »Reineke Fuchs«, dýradæmisagan gamla, sem hann hefir kveðið upp. Hann ljet til leiðast að fylgja hertoganum, sem var liðsforingi (General), á hinni frægðarsnauðu herför, er bandamennirnir þýzku hófu móti Frakklandi; var hann meðal annars við Mainzar um- sátur (1793), og segir hann frá þvi i riti sínu: »Kampagne in Frank- reich«. Litlu siðar komst Goethe i nánari kunningskap við Schiller, sem fljótt snerist upp i innilega vináttu og andlegt samstarf. Schiller hafði hleypt af stokkunum timariti skáldlegs efnis, er hann kallaði »Die Horen« (Ars- tíðirnar) og mæltist til við Goethe, að hann ynni að þvi með sjer, en hann tók vel og fúslega undir það, og urðu þeir þaðan af alúðarvinir, en áður höfðu þeir litið gefið sig hvor að öðrum. Telur Goethe, að með þessu hafi byrjað nýtt timabil i lifi sinu, svo mjög örfaði og frjófg- aði samvinnan við Schiller anda hans. Ljet hann ýmislegt af kveðskap sinum i »Die Horen«, þar á meðal »Römische Elegien«, (rómverskar ele- giur, kvæði í tvíhendum bragarhætti, ástalegs efnis, er lúta að veru hans

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.