Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 49

Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 49
209 Sama árið og Goethe kvongaðist, byrjaði hann á nýrri heildar- útgáfu af ritum sínum og í henni birtist nú loksins sorgarleikurinn »Faust« (fyrri parturinn). Það, sem áður hafði komið á prent af hon- um, var ekki nema brot, og hafði það almennt ekki verið metið eins og vert var; en nú hreif það stórkostlega, og blandaðist engum skyn- berandi manni hugur um, að hjer var framkomið þjóðlegt listaverk, sem öll hin þýzka þjóð mátti gleðjast yfir og telja sjer til gildis gagnvart öðrum þjóðum. Undirstaða sorgarleiksins er þjóðsagan um töíramann- inn doktor Faust, sem veðdregur sig djöflinum i þeim auðvirðilega til- gangi, að geta með hans tilhjálp svalað forvitni sinni og holdlegri mun- aðarfýsn. En Goethe hefir lypt Faust upp r æðra veldi, þar sem hann lætur hann heitbinda sig hinum forna óvin til þess að fá fyrir hans full- tingi yfirstigið þau takmörk, sem sett eru mannlegri þekkingu, svo að sorgarleikurinn urn þennan gamla töframann verður sorgarleikur um hinn stórhuga framfaragjarna mannsanda, sem þrátt fyrir alla bresti og breyzk- leika keppir óþreytandi eptir þekkingu og sannleik og er í innsta eðli sínu göfugur, enda verða þau leikslok, að Faust hverfur ekki djöflinum á vald, eins og til stóð, heldur frelsast hann að fullu og öllu. Peim, sem áður höfðu viðurkennt Goethe sem mesta skáld hinnar þýzku þjóðar, en þeir voru ekki svo margir sem ætla mætti, þeim fjölg- aði nú óðum, en Goethe sins vegar einangraði sig meira og meira frá heiminum og lifði í sínu. Öll hans ástundun var að auðga anda sinn að menntun og þekkingu, og enginn hefir sannað betur en hann í verk- im; spakmælið, að svo lengi lærir sem lifir. Hann rýndi í bókmenntir útlendra þjóða frá öllum tímum og lagði enda stund á persnesku og arabisku til að komast niður í skáldskap þeirra þjóða og bar það ávöxt í hinu fagra kvæðasafni hans, »Westöstlicher Divan«. Par að auki hjelt hann áfram náttúrufræðisiðkunum sinum og lauk við fræðirit sitt um litina (Farbenlehre). Sömuleiðis samdi hann »Wilhelm Meisters Wanderjahre«, framhald af »W. M. Lehrjahre«. Eptir 1810 tók hann að semja æfi- sögu sína, til þess að skáldskapur hans yrði því betur skilinn, og nefndi bókina »Aus meinem Leben, Dichtung und WahrheiU (Frá lífl mínu, skáldskapur og sannleikur). En þessi lifssaga hans nær að eins til 1755, og telst hún í röð með hans beztu verkum. 1810 missti hann konu sína, og sá hann meira eptir henni en sum- ir kynnu að ætla eptir skaplyndi hans. Fó bætti það um, að sonur hans kvæntist góðri konu, sem varð honum hin ástríkasta ellistoð. 1817 hætti Goethe við stjórn hirðleikhússins i Weimar. Hann var nú orð- inn einrænni og hjelt mönnum nokkuð frá sjer, sem margir misskildu og tóku fyrir kaldlyndi og hefðarhátt; því lund hans var i raun og veru óbreytt og hann var þrátt fyrir áratöluna ungur i anda, en hann vildi hafa næði og gat ekki verið allra. Enn þá einu sinni á sjötugasta ári fjekk hann ást á ungri stúlku tiginni, Ulrike v. Lewetzovu, afbragðsfríðri, og var jafnaðarþokki af hennar hálfu, en, svo sem að líkindum ræður, tókst þar enginn ráðahagur. 1828 dó hertoginn, ástvinur hans, og ljezt þar sá höfðingi, sem jafnan mun ógleymanlegur þjóð sinni fyrir það, að hann um sína daga gerði Weimar að Aþenuborg Pýzkalands. Skömmu siðar dó Luisa, hertogafrúin, hið mesta göfugkvendi. En þyngsta sorgai- efni bar Goethe að hendi, er sonur hans andaðist í Róm 1830. Sama 14

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.