Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 53

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 53
213 við annað. En hvað þau voru glöð! Þau sofnuðu um kvöldið og dreymdi hvort um annað um nóttina. Holtafífilinn fór nú að langa til að kornast til litlu sóleyjarinnar og vera hjá henni, en brekkufíflarnir og hinar brekkusóleyjarnar vildu ekki, að holtafífill- inn, er þær kölluðu »holtafíflið«, kæmist í reitinn þeirra. En þótt litla sóleyin hefði viljað flytja sig til hans, þá hefði hún ekki feng- ið þess ráðið. Þess vegna varð holtafífillinn að missa vonina, þeg- ar hún var rjett nývöknuð, en vonarlaus gat hann ekki lifað. Að- ur en hann náði fullum þroska, bliknaði blómið hans og lokaðist, hve blítt sem sólin skein. Stöngullinn bognaði og hann hallaðist upp við stein og brosti í síðasta sinni við sólina og mælti: »Pakka þjer fyrir geislana, sem þú hefir sent mjer, sólin mín góð; jeg get nú ekki notið þeirra lengur. Vertu sæl, og kysstu fyrir mig sóleyina í brekkunni.« Svo hneig hann alveg útaf og reis ekki upp aptur; og þó kom hlý og góð gróðrarskúr um kveldið. En ósköp var skýjaröndin í vestrinu falleg þá uin sólarlagið. Þar sá jeg svo undrafagrar rósir, að þær gátu fullkomlega jafnazt við morgungeislana, sem leika sjer á straumi mínum, og hjelt jeg þar vera ódáinsblóm, sem væru að fagna aumingja holtafíflinum, sem jeg kenndi svo mikið i brjósti um.« »Jeg kenni lika í brjósti um hann,« sagði hríslan. Og lækurinn fossaði niðandi ofan af klettinum og rann fram í fjöruna. Þar fór hann að glíma við bárurnar. En áður en þau skildu, hafði hann sagt þeirn söguna um holtafífilinn. Bárurnar hjeldu á haf út, og bar þær sína að hvorri ströndinni og sögðu þar söguna. Svo kom hafrænan og heyrði hana á ströndinni qg flutti hana síðan upp um land, fram til fjalla og dala. Pví þekkja allir á öllum löndum söguna um holtafífilinn. Bjarni Jónsson (frá Vogi). Brjefkaflar frá íslandi’. PlNGMÁL. Pað mun eiga við, að jeg minnist nokkrum orðum á þingið. Viðtækasta málið, sem þar var rætt, var auðvitað stjórnarskrár- málið. En um þá deilu, sem háð var útaf þvi á þingi í sumar, ætla Brjefkaflar þessir eru (með leyfi höf.) teknir hingað og þangað úr fregn- brjefum til »Lögbergs«, og er því oss um að kenna, ef mönnum finnst

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.