Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 56
216
þeirra ofjarl hans í kappræðum, þegar hann beitir sjer. En hann beitir
sjer svo lítið, að þegar maður kemur frá brezku landi og hefur vanizt
þvi, að stjórnin sje í raun og veru allt i öllu á þinginu, þá finnst manni
næstum þvi eins og stjórn Islands sje fulltrúalaus á alþingi. Og jeg
held ekki, að menn finni til þess, að neitt sje hjákátlegt við það frá
þeirri hlið, sem jeg er hjer að tala um. Menn finna sjálfsagt til þess,
að landshöfðingja skortir vald til þess að segja af eða á um öll rnál
fyrir stjórnarinnar hönd, svo að þingið rennir opt að meira eða minna blint
í sjóinn. En til hins er ekki ætlazt, að stjórnin leitist við af alefli að
sannfæra þing og þjóð um sína skoðun, þegar eitthvað ber á miili. . .
Þeir sem vita, hve niikið þeir, er völdín hafa í lýðstjórnarlöndun-
um, þurfa að hafa fyrir því, að halda vinsældum og trausti alþýðunnar,
þeir munu geta áttað sig á því, þegar þeir hugsa út i annað eins atvik
eins og þetta, sem jeg nú hef verið að tala um (o: Skúlamálið), að
það er ekkert undarlegt, þó að íslenzk alþýða sje stjórnarvöldunum frá-
hverfari en títt er í stjórnfrelsislöndunum. Pað er ekki af þvi að íslenzk-
ir valdsmenn sjeu svo miklu lakari, heldur af því að þeir hafa ekki
rænu á að gera þjóðinni sinn málstað skiljanlegan, ef eitthvað í skerst —
og svo auðvitað af því, að alla verulega samvinnu milli stjórnar og
þjóðar vantar i framfaramálunum, eins og jeg hef áður vikið á. Og á
því hvorutveggja er því meiri þörf—eigi íslenzkri alþýðu að geta lærzt
að líta með sanngirni á stjórnarvöld sín —, sem margra alda útlend kúg-
un hefur komið inn hjá henni og gert arfgenga hennar á meðal tor-
tryggni og óvild til yfirboðaranna.
FRAMFARIR Á SEINNI ÁRUM. Mjer hefði þótt gaman að skýra
nokkuð rækilega frá þeim breytingum, sem orðið hafa hjer á landi þau
14 ár, sem jeg var erlendis. En það mundi kosta mikinn undirbúning
og fyrirhöfn, og jafnframt sjálfsagt meiri skarpskyggni en jeg er gædd-
ur. Mjer dettur þá í hug að drepa á fáein atriði í þá átt — ekki öll i
éinu, heldur smátt og smátt og eptir þvi sem jeg kynnist og augun opn-
ást betur og betur.
Og jeg skal þá taka það fram þegar í byrjuninni, að enn get jeg
ekki litið eins á og fjöldi manna hjer á landi, að hjer hafi orðið mjög
stórkostlegar breytingar á undanförnum árum. Pað er mjög almenn
skoðun, og vitanlega hafa orðið meiri breytingar nú en á nokkru jafn-
löngu .timabili áður á þessari öld. En það má nú líka fyr vera en að
allt standi í stað, og það i landi þar sem flest er aldir á eptir titnanum.
Hinu gæti jeg trúað, að töluverðar breytingar sjeu fyrir höndum, jafn-
vel fyr en almennt er búizt við.
Pegar komið er hjer (0: í Rvík) inn á höfnina, sjer maður, sem
ekki hefur komið hingað 1—2 áratugi, að nýtt hverfi, ekki svo litið,
hefur myndazt i bænum, frá Laugaveginum og niður að sjó. Pað eru
steinhús, litil og ekki sjerlega ásjáleg. Bærinn mun hafa vaxið um 1000
íbúa síðan urn 1880, svo hús hafa eðlilega fjölgað allmikið. En svip-
urinn yfir þeim er likur og áður, gamla islenzka íikkistulagið, með kvisti
sem einu tilbreytingunni, þegar bezt lætur, hvergi minnsta tilraun til að
gera húsin viðfeldin fyrir augað að utan. Mjer finnst ekki einu sinni
alþýða manna skilja það, að það sje neitt gaman að hafa húsin falleg að ut-