Eimreiðin - 01.09.1896, Side 59
219
aptur aðrir, sem eru staðráðnir i að þreytast ekki i viðleitni sinni við
að gera mönnum þetta skiljanlegt. Og jeg trúi þvi, að þeir verði sigur-
sælir — hjer eins og i öðrum löndum. Auðvitað mætti svo virðast, sem
það sje ekki góðsviti, að þeir skjddu ekki einu sinni geta fengið því
framgengt á þingi í sumar, að 5000 krónum yrði varið til þess, að fá
járnbrautarfræðing til að kanna part af landinu. En eik fellur ekki við
fyrsta högg, og lætur þó enginn skógarhöggsmaður hugfallast fyrir það.
_ SKEMMTANIR, MENNTAFÝSN OG HUGSUNARHÁTTUR í
RVIK. Með haustinu og skammdeginu fer samkvæmislif þessa bæjar
að rakna úr rotinu. Ýmiskonar fjelög fara þá að gægjast upp úr surnar-
hvíldinni, eins og grösin á vorin upp úr vetrardauðanum, með ræðu-
höldum, lestri, söng og dansi; jafnvel ekki dæmalaust, að fyrirlestur sje
boðaður; og sjónleikja er von innan skamms.
Jeg hef átt kost á að vera á flestum þeim skemmtisamkomum, sem
enn hafa verið á boðstólum, og það sem jeg hef einkum veitt eptirtekt
er það, hve áheyrendur eru ólíkir hjer og í Winnipeg. Pögnin, kyrð-
in á samkomum hjer er alveg eins og i kirkjunni — það er að segja,
þegar ekki er verið að gipta þar. Jeg minnist þess sem sænsk kona
sagði við mig fyrir mörgurn árum, eptir að hafa ferðazt hjer um land
sumartima. Hún kvaðst aldrei hafa heyrt nokkurn Islending hlæja. Rað
mætti víst vera eitthvað skritið, sem lesið væri fyrir almenningi hjer,
til þess hátíðleikasvipurinn færi með öllu af fólkinu. Menn klappa, beg-
ar hver um sig er búinn, svona hjer um bil hvernig sem frammistaðan
hefur verið; en fari einhver f y r að láta í ljós einhverja velþóknunar-
bending, þá þykir mönnum ekki örgrannt um, að hann hljóti að hafa
fengið sjer heldur mikið i staupinu — og það hvað vel sem mönnum
annars likar. Eað væri i einu orði mjög mörgum sinnum ánægjulegra
að vera hjer á samkomum, ef menn væru ekki eins óþolandi hátiðlegir
eins og þeir eru.
Jeg gat þess, að ekki væri dæmalaust, að hjer væri boðað til fyrir-
lestra. Pað mun mega svona hjer um bil fullyrða, að aldrei hafi nokk-
ur óbreyttur alþýðumaður, sem kallað er, komið inn á slíka samkomu,
ef hann hefur ekki komizt það ókeypis. Sumpart er það sjálfsagt fyrir
fátæktar sakir. En jafnframt er það vist líka áreiðanlegt, að leitun mun
vera á þeim manni i hópi reglulegra alþýðumanna hjer, sjóróðramanna,
óbreyttra verkamanna, vinnukvenna o. s. frv., sem nokkurn tima hefur
komið til hugar, að hann ætti nokkurt erindi á slíkar samkomur. Sú
bending um menntunarástand fólksins hjer i bæ er skýrari en hvað hún
er ánægjuleg. Enda eru sögurnar, sem sagðar eru því viðvíkjandi, frern-
ur ískyggilegar. Mjög margir kjósendur bæjarins botna, að sögn, ekki
minnstu vitund í allra einföldustu atriðunum i bæjarstjórnarfyrirkomulag-
inu. Og af alþýðu manna hjer er svo að segja alls engin bók keypt
nje lesin, nema barnaskólabækur. Pað skyldi þá vera helzt, að þvi er
sagt er, eitthvað af allra-vitlausustu riddarasögum. Um fræðibækur er
ekki að tala. Fólk lítur svo á, sem öllu fróðleiksnámi sje að sjálfsögðu
lokið, þegar komið er út úr barnaskólunum og fermingin afstaðin.
»Hið islenzka Stúdentafjelag« heitir fjelag eitt hjer í bænurn. Petta
fjelag hefur nú nýlega samþykkt að leitast við að leggja sinn litla skerf
til aukningar alþýðumenntunarinnar hjer, með þvi að bindast fyrir al-