Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 62
222 rjettarmálið eptir Lady Henry Somerset, grein urn háskólamálið eptir fröken O. J., og svo þýdda sögu. I kvennrjettargreininni er krafizt fyrir kvenna hönd algerðs pólitísks jafnrjettis. við karlmenn, og enginn niunur gerður á giptum konum og ógiptum. Slíkar kröfur virðast vera nokkuð á undan timanum á þessu landi, sem algerlega vantar kvenn- fólk, er hafi tima, eða hafi sýnt nokkra löngun til að gefa sig við þjóð- málum. I háskólagreininni er islenzkum háskóla haldið fram af fjöri og mælsku, eins og höfundinum er lagið. En sú rödd er áreiðanlega sem stendur hrópandans rödd i eyðimörku. Landsmenn hafa enga trú á há- skóla hjer. Þeir hafa nú fyrst og fremst enga trú á, að hann gæti orð- i ð neitt nema nafnið fyrir fátæktar sakir. Og þeir hafa ekki heldur trú á, að hann yki til muna menntalífið í landinu — bara dálítið fleiri embættismenn og dálítið fleiri stúdentar, sem að miklu leyti færu var- hluta af þeim menntastraumum, sem frjóvgað geta hjer eptir, eins og að undanförnu, hinn andlega jarðveg meðal þeirra Islendinga, er nám stunda i öðrum löndurn, og svo borizt aptur frá þeim heim til ættjarð- arinnar. Og mönnum liggur við að brosa að öllum þeim dyggðum, sem stúdentum er ætlað að læra hjer í Reykjavík — ekki sízt trúrækn- inni. Það er vist engurn blöðum um það að fletta, að það eru óliku meiri likindi til, að stúdentar geti orðið fyrir sterkum trúarlegum áhrif- um i Kaupmannahöfn, eins og þar hagar nú til, heldur en hjer í Reykjavík. PRESTSKOSNINGAR. Prestskosning er nýafstaðin i Útskálapresta- kalli, og það minnir mig á samskonar atburði annars staðar á landinu. Pað væri fróðlegt að vita, hvort nokkurs staðar i hinum kristna heimi er annar eins aðgangur og hjer á landi, þegar söfnuðir eiga að fá nýj- an sálusorgara. Honum verður ekki likt við kosningarstríð i Vestur- heimi, þar sem jeg þekki til — hann er drjúgum ljótari. Hjer virðist sem sje eitt aðalvopn vera notað, og það el' persónulegur rógur um umsækjendurna. Sje presti hjer á landi annt um mannorð sitt, þá ætti hann sannarlega ekki að leggja út i annað eins og að reyna að kom- ast í annað prestakall. Eptir eina af þessum göfugmannlegu deilum í Útskálaprestakalli ætlar nokkur hluti sóknarmanna, að sögn, að reyna að svipta þann prest hempunni, sem hlutskarpastur varð. Mjer heyrist allir menn hafa andstyggð á þessu prestskosningar fyrirkomulagi, telja það óhapp mikið, að það skyldi nokkurn tima komast á. Enda liggur og í augum uppi, að eitthvað sje bogið við það í þjóðkirkju, þar sem engin trygging er fyrir því, að ekki sje meiri hlutinn í raun og veru mót- fallinn aðalstarfi prestsins, boðun kristindómsins, og kjósi þvi af allt öðr- um hvötum ,en kirkjulegum. Enda eru og mjög kynlegar sögur á gangi um það, hve mismunandi það er, sem fyrir mönnum vakir við prests- kosningu. Sumir vilja til dæmis prest, sem er atkvæðamaður í sinni sveit og liklegur til að verða henni til eflingar —• aðrir vilja prest, sem hefur lítið um sig og er liklegur til að lána sóknarbændum engjar eða útbeit, og þar fram eptir götunum. E. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.