Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 66

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 66
226 Pegar Maurer varð 70 ára, var honum sent allmikið rit, er samið var af þjóðverskum, norskum, dönskum og íslenzkum (3) fræðimönnum, til að votta honum virðing og þakklæti fyrir ævistarf hans og hina framúrskarandi visindamennsku hans. Pað sjest af myndinni, er hjermeð fylgir, að andlit Maurers er stór- spekingslegt, og gæti minnt á fornaldarþuli, sem Þorgný; þar að auk er það einkar góðmannlegt og ber vott um innri ró og frið. Ennið er hátt og tígulegt, og allur svipurinn ljúfmannlegur. Lífsstundir Maurers hafa lítt verið sorgum blandnar, nema það helzt, er honum bar þá miklu harma að hendi að missa efnilegan og uppkominn son. Vjer endum þessar línur með þvi að óska honum friðsamlegs, ánægðs og starf- sams ævikvölds. F. J. Þýdd kvæði. Korintska brúðurin.1 (Eptir Goethe). Eitt sinn kom að aptni dags til staðar Aþenu frá Korint vaxinn sveinn; Okunnugan ekkert þar hann laðar Utan feðra gest-vinskapur einn; Börn sín, bur og fljóð, Báðir fyr sem jóð, Tengdu að festum, trautt svo vissi neinn. 1 Kvæði þetta orti G. á 48. aldurs ári, og segist hann hafa gengið með það í huga sínum svo tugum ára skipti, áður en honum tókst að koma því í skáldlegan búning, sem honum líkaði. Fyrstu drög til þess eru í fornum grískum frásögum, en að mestu hefur G. lagað efnið í hendi sjer og það svo snildarlega, að það liggur fyrir oss í kvæðinu eins og mikilfengleg goðsögn (mýþos). Aðalmergur kvæðisins er baráttan milli hinnar forngrísku heiðni, sem er á förum, og kristindómsins. Móðir festarmeyjarinnar hefur í sjúk- dómi heitið á guð hinna kristnu og gefið hana með svardaga til klaustur- lifnaðar fyrir heilsu sinni. Jafnframt hefur hún áformað að gipta festar- manninum yngri systur hennar. Meyjan deyr af harmi, en hinir fornu guðir hefna þess, er níðzt hefir verið á henni og hún frá þeim tekin; láta þeir hana ganga aptur, þegar festarmaðurinn er kominn í hús foreldra hennar. Birtist hún honum fyrst í lifandi líki og óvitandi annars en að hún sje lif- andi, því hún er knúð af valdi guðanna, og halda þau svo tvö ein brúð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.