Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Side 72

Eimreiðin - 01.09.1896, Side 72
232 Flæmd er eg úr grafreit, sem eg gisti, Góðs að leita, hugur til sem stóð, Og að elska manninn, sem eg missti, Mannsins æ að sjúga hjartablóð. Einn þá búinn er, Annars til eg fer, Farald þvílíkt fargar æskuþjóð. Fagri sveinn, ei lengur lifa máttu, Feggst nú sjúkur rúmi þessu í, Menið gullna mitt um hálsinn áttu, Með þinn hárlokk burt eg hjeðan sný; Þetta þitt sjá hár, Þú að morgni ert grár; Að eins hinnig dökkna nærðu á ný. Heyr mig, móðir, helbæn neita ei máttu, Hlað þú bálköst eptir fyrri sið; Opna mína eymdar kytru1 láttu, Oss, sem unnumst, brenn og veit oss frið. Elds er gýs upp glóð, Glóir askan rjóð, Þá til gamla goðheims svífum við.« t Alfkonungurinn. (Eptir Goethe). Hver ríður þar síðla um svalnætur skeið? Með smásvein sinn faðir þar einn er á leið. Hann drenginn í fanginu vandlega ver Og vefur í klæðum að hjartanu sjer. »Því felurðu, barn, þig, hver felmtur það var?« — »Æ, faðir minn, sjerðu ekki álfkónginn þar? 1 Líkkistuna, er hún var jörðuð í að kristnum sið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.