Eimreiðin - 01.09.1896, Side 75
235
fram, einmitt vegna sjálfra vor. Þjóðaroflætið á íslandi er nógu mikið undir,
þótt vjer drömbum ekki af því, sem einkis er virði. Vjer megum ekki taka öllu,
sem oss er boðið; það er svo margt ruslið, sem ekki er á nafn nefnandi, að það
sem gott er, bíður einmitt tjón við að vera sett á bekk með því sem ónýtt er1.
Það er þetta sem hr. Kúchler hefur gert. Hann hefur ekki kunnað eða viljað
vinsa úr, og það er meinið. I annan stað finnurn vjer honum það til foráttu,
að margt af dómum hans um sum rit er með öllu ófært og rangt. Það er apt-
ur hans hlýi hugur, sem hefur leitt hann afvega — og kann því sumum að
þykja það vorkunarvert; en vjer viljum í bróðerni benda á gallana fyrir því. Það
mun mörgum bregða í brún við að lesa það oflof, sem opt er haft um það,
sem lítils er virði. Að Torfhildi Holm ólastaðri að öðru leyti er það t. d.
ósköpin öll að lesa hjá Kuchler, að Eldingin sje »dýrðlegt« rit, að málið á henni
jafnist Hð sögumálið gamla, og þar fram eptir götunum. Sá, sem er kunnug-
ur fornsögunum, veit, að í þessu feiknalanga riti er hvorki andi nje mál fornt,
persónurnar hvorki tala nje hugsa, eins og menn gerðu á íslandi um iooo, og
að ritið sem heild getur ekki komizt í nokkurn samjöfnuð við fornsögurnar að
neinu leyti. Slíkt oflof verðum vjer, einmitt aptur sjálfra vor vegna, að reka til
baka. Það er skaðlegt fyrir höfundana sjálfa; þeir fá þá það álit á sjálfum sjer,
að »allt sje gott, sem gerði hann«; þeir læra ekki að vanda sig og fá ekki tæki-
færi til að taka eptir misfellunum. Það er að því leyti meinlegt fyrir bókmenntir
vorar i heild sinni, að ef t. d. einhver landi höfundarins, sem skilur íslenzku,
tekur sjeríhönd eitthvað af þessu oflofaða dóti og fer að lesa, þá mun honum
fljótt skiljast, hvers kyns er, og það er þá hætt við, að hann kunni að dæma
allt eptir þessu eina, eptir gömlu reglunni: ex uno disce omnes. Og það getur
orðið óþægilegt íýrir höfundinn sjálfan, menn missa trausts á honum, leiðsögn
hans og dæmigreind.
Þetta eru aðalgallarnir á riti þessu, að því ótöldu, að höf. gerir sjer hvergi
far um að rannsaka, að hve miklu leyti sumt (t. d. rit Gests Pálssonar) á fyrir-
myndir í útlendum skáldskap; en þetta gerir þó fyrst um sinn minna til.
Ymsa smágalla mætti til tína, t. d. orð höf. á bls. 3 um skáldskap Magnús-
ar gamla Stephensens, sem er ofhátt settur, og á bls. 4 um ættjarðarást sama
manns (»enginn sannur ættjarðarvinurc). Sannleikurinn var sá, að Magnús »var
ekki skáld og hafði þeirrar listar ekki fengið«, en ættjarðarvinur var hann og
það í bezta lagi, hvort sem honum hefur stundum missýnzt eða ekki um, hvernig
hann gæti bezt komið ár sinni fyrir borð. Það var ekki Konráð heldur Jónas,
sem rjeðist svo öfluglega á rímumar í Fjölni forðum (bls. 8). Vjer getum held-
ur ekki stillt oss um, að láta í ljósi undrun vora yfir því, er höf. segir á bls. 8
neðanmáls, að ekkert hafi verið til ritað um hinar nýjustu bókmenntir nema upp-
talin rit á bls. 5. (Rithöf.tal og Ágrip mitt); en þekkir höf. þá ekki »Yfirlit yfir
bókmenntir Islendinga á 19. öld« eptir Jónas Jónasson (í Tímariti Bókm.fjel. II.)
eða rit Schweitzers? í 3. hepti þess, bls. 260—86, er einmitt skýrt frá hinum nýj-
ustu bókmenntum vorum og skáldskap, auðvitað að ruslinu sleptu og því, sem
út hefur komið síðan bókin var prentuð (1889). Það er líka ógætilegt af höf.
að setja »1800—1900« á titilblaðið, því að margt smávegis getur enn komið út í
blöðum neðanmáls og annars staðar, áður en öldin er á enda.
Hvernig er mögulegt að telja »Mína vini« til skáldskapar eða Ingibjörgu
Skaptadóttur til skálda, eða »Vísindamanninn« hans Þorst. Gíslasonar til
sagna-skáldskapar o. s. frv. o. s. frv.