Eimreiðin - 01.09.1896, Blaðsíða 76
236
Að öðru leyti má höf. eiga það, og það verður ekki af honum tekið, að
hann hefur gert sjer allt far um, að hafa allt um ævi manna og ártöl og þess
konar sem rjettast, sömuleiðis öll íslenzk orð, nöfn og bókatitla; efnisyfirlit rit-
anna er og, að því er vjer vitum, rjett og laglegt og kemur að góðum notum.
Aptur á móti er landslýsing hans (á bls. 79) vottur þess, að höf. þekkir ekki
land vort af eigin reynslu; þar er ekki graslaust nje blómsnautt; þar eru ekki
»fáir« dalir með »gisnum grassverðH, og þar er og margt, sem »ímyndunar-
aflið« getur vaknað við. Annars er yfirlitið í enda ritsins einna beztur kafli þess.
Um leið og vjer að endingu könnumst við góðvild höf. og tilraun til þess,
að breiða út þekkingu á Islandi, högum þess og ritum, í sínu eigin landi 'og
þökkum hana »eptir kunnostu«, höfum vjer álitið það hreint og beint skvldu
vora, að benda hógværlega, en þó afdráttarlaust, á galla þessa rits, og vildum
vjer við athugasemdir vorar hafa hnýtt þeirri ósk, að höf. takist að vinsa betur
úr í heftunum, sem eptir eru, og um fram allt, að hann vilji það.
Khöfn, á kóngsbænadag 1896.
F. J.
Úr öllum áttum.
MENNTALÍF DANA. í hinni þjóðkunnu ritgerð sinni um nútímabök-
menntir Norðmanna, er kom út í síðastliðnum maímánuði á mörgum tungum í
einu, álasar skáldið Björnstjerne Björnson þeim af löndum sínum, er hafi viljað
algerlega útrýma dönskunni sem bókmáli í Noregi og þannig einangra bókmenntir
sínar. Hann segir þar meðal annars svo: »Úr mállýzkum sínum vildu þeir
skapa sameiginlegt landsmál og tóku að rita á því, — án þess að skeyta um það
mái, sem búið var að ná fullri festu sem landsmál. Og þeir skeyttu heldur ekki
um að halda uppi sambandinu við hið dmetanlega menntalif Dana, ómetanlega,
segi jeg, af því það menntalíf er menntalíf einnar hinnar gagnmenntuðustu þjóðar
i heiminum. Hjer kemur enn fram ein af skuggahhðunum (0: hjá Norðmönn-
um)«. ■—Það kveður eitthvað dálítið við annan tón að tarna, en skvaldrið í for-
mælendum háskólans íslenzka, sem jafnan vilja gera sem allraminnst úr mennta-
lífi Dana og helzt virðast kjósa, að enginn íslendingur leitaði til Danmerkur til
þess að afla sjer menntunar þar. En hvað skyldi líka vera að marka hann Björn-
stjerne Björnson? Eins og dómur hans verði ekki ljettvægur, þegar hann á að
fara að vega salt við dóm annara eins spekinga ög háskólagarpanna íslenzku!
LAGLEGUR SKILDINGUR. Svo er talið, að amerískir ferðamenn eyði
árlega á ferðum sínum í Evrópu um 370 milj. króna. — Það væri ekki ónýtt að
geta beint einhverju af þeim ferðamanna- og gullstraumi til Islands.
RAUSN. Fyrstu 5 mánuði ársins 1895 gáfu einstakir menn í Bandaríkjun-
um til bókasafna einna 37 milj. króna. —• Hve mikið er gefið á ári til bókasafna
á íslandi?
GOLFSTRAUMURINN. Svo segja fróðir ntenn, að Golfstraumurinn sje
meira en 2 ár á leiðinni frá Flórídaströndinni og upp undir strendur Islands.
V. G.