Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 3

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 3
't mega gera ráð fyrir því, að nokkuð sje jafnt á komið með hlut- fallið milli höfðatölu og kjósenda í hverjum flokki. Þó mun mega gera ráð fyrir, að í embættismannaflokknum sjeu tiltölulega fleiri kjósendur en í hinum flokkunum, enda er tekið tillit til þess í yfirlitinu, þar sem þessum flokki eru ætlaðir 2 fulltrúar, þótt hon- um beri ekki nema ix/2 samkvæmt höfðatölunni. Þá er það að athuga, að þó að þingmennirnir sjeu alls 36, þá eru ekki nema 30 af þeim þjóðkjörnir. En þetta ætti ekki að þurfa að gera neinn glundroða, því væri sú regla viðurkennd, að hver stjett eða at- vinnuflokkur í landiriu ætti að eiga sjer fulltrúa á þinginu í rjettu hlutfalli við atkvæðamagn hans, þá er svo sem auðvitað, að stjórn- inni bæri líka að taka tillit til þess við kosning hinna konungkjörnu þingmanna. Stjórninni ætti ekki siður en öðrum að vera um- hugað um það, að skipun þingsins yrði svo fullkomin sem unnt er. Líti maður nú hins vegar á, hvernig hið núverandi alþingi er skipað, þá sjáum vjer, að þar sitja 12 bændur (2 þeirra hálfgerð- ir embættismenn: umboðsmenn í þjónustu landsstjórnarinnar) og 24 embœttismenn (2 þeirra þó ekki reglulegir embættismenn, heldur starfsmenn hins opinbera, launaðir af landsfje). Það er með öðr- um orðum, að 2/3 allra þingmanna eru embættismenn og ^/3 bændur. Aptur er þar enginn úr hinum atvinnuflokkunum: enginn sjómaður, enginn handiðnamaður, enginn verzlunarmaður og eng- inn daglaunamaður. Af embættismönnum eru 9 prestar1 (8 prest- ar -j- biskupi), 8 lögfræðingar, 4 skólakennarar, 1 læknir og 2 starfsmenn í þjónusu landsins (bankastjóri og bókavörður). Það virðist nú liggja í augum uppi, að það er eitthvað öfugt við þessa skipun þingsins. Einkum má það gegna furðu, að sjó- mennirnir (sjávarbændur) skuli geta unað því, að eiga engan full- trúa á þingi úr sinum flokki, þótt fiskiveiðarnar sjeu annar helzti atvinnuvegur landsins og þeir, sem sjósókn stunda, rúmlega 1/fi allra landsbúa. Það er og eitthvað bogið við það, að verzlunarmenn- irnir skuli engan fullrúa eiga á þingi úr sínum flokki, því sú at- vinnugrein, sem þeir reka, er í öllum löndum talin einhver hin þýðingarmesta fyrir framfarir þjóðanna. Mál, sem snerta verzlun, koma og fyrir á hverju þingi, og er því vöntun á verzlunarfróð- 1 Eða jafnvel 10, ef prestaskólakennarinn, sem er prestvígður maður, er tal- inn með. 1

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.