Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 10

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 10
10 janúar og febrúar. Fyr en þessi breyting er komin á, getum vjer aldrei vonazt eptir að fá góða bændur, verzlunarmenn o. s. frv. á þing, því allir þeir, sem nokkuð eru að manni, hljóta að bíða svo mikið tjón við þingsetuna, ef þeir eiga að yfirgefa atvinnu sína um hásumartímann, að þeir munu ekki vinna það til. Það er því ekki nóg, þó vjer eignuðumst nóg af menntuðum og góð- um bændum o. s. frv., því vjer fengjum þá ekki á þing með því fyrirkomulagi, sem nú er, nema kannske hina rnestu búskussa, senr liklega væri lítill slægur í að öllum jafnaði. Það er meira að segja líklegt, að jafnvel nú sjeu til allmörg nýt þingmannsefni, sem ekki gefa kost á sjer, einmitt af því að þingið er háð á sumr- in. Það er því bráðnauðsynlegt að breyta til um þingtímann, sem allrafyrst. En því verður þó ekki komið við fyrri en samgöng- urnar eru konmar í enn betra horf en nú er. Þangað til þessar breytingar eru komnar á, fáum vjer ekki betur sjeð, en að oss sje nauðugur einn kostur að hafa marga embættismenn á þingi. Það þarf heldur ekki að vera svo mikil hætta, ef kjósendur þeirra gæta vel skyldu sinnar. En þeir verða að láta þá hafa duglegt aðhald og jafnan heimta af þeim skýr og ákveðin loforð um stefnu þeirra fyrirfram. Og gangi einhverjir þeirra á gefin heit, þá verða menn vægðarlaust að varpa þeirn úr löggjafarsessinum, — nema þeim takist að sannfæra kjósendur sina urn, að annað hafi verið rjettara, þó þeir sæju það ekki í fyrstu. Þess ber líka vel að gæta, að þótt afarmikið fje gangi nú til embættismannaflokksins, þá er þetta engan veginn eingöngu að kenna sjerdrægni þessa flokks á þingi. Landi voru er nú einu sinni svo háttað, að það þarf að hafa miklu fleiri embættismenn að tiltölu við fólksfjöldann en nokkurt annað land. Það væri ekki sanngjarnt að saka embættismennina eða þingið um slíkt, sem enginn getur að gert. En þó þetta sje nú svo, þá er það þó á hinn bóginn vist, að sem stendur eru miklu fleiri embættismenn á Islandi, en full þörf er á. Þetta viðurkenna líka margir. En það er öðru nær en að meginþorri þjóðarinnar eða þeir forkólfar hennar, sem mestu ráða hjá henni, viðurkenni það, því þau mál, sem menn nú i seinni tíð hafa sett efst á dagskrá og lagt mesta áherzlu á, ganga hjer um bil öll í þá stefnu að stofna fjölda af nýjum hálaunuðum embættum (sbr. EIMR. II, 88). Og einmitt sömu mennirnir, sem öflugast berjast fyrir þessari stefnu á þingi, eru jafnan með þvi að hafa embættin sem hálaunuðust. Og hvort-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.