Eimreiðin - 01.01.1897, Side 20
20
»Og skjóðu, með kaffi, sykri og exporti, sem við áttum«
bætti Halldór við.
Helga var náföl, sat við borðið og studdi hönd undir kinn.
Hún spurði að eins tvisvar eða þrisvar á meðan Þorsteinn ljet
dæluna ganga, að öðru leyti var hún róleg, eins og ekki tæki
á hana.
»Eg heíi samt misst meira« sagði hún að eins i hálflágum
rómi, og skalf röddin að eins við; hún horfði fast á Þorstein.
»Það var ekki nema ein kornmatartunna í bátnum, sem hann
átti; kúfortið rak.«
»En jeg hefi líka misst þá feðgana, og þeir eru meira en
margar kornmatartunnur fyrir mig,« svaraði Helga þurlega; hún
glotti kuldalega og sárt til Þorsteins.
Það var eins og honum væri ekki um þetta augnatillit; hann
leit útundan sjer, og svaraði dræmt:
»0g jæja, það er nú víst; eg gáði nú ekki að því.«
Svo stóðu þeir upp, og þökkuðu fyrir sig.
Svo snópuðu þeir enn ögn á gólfinu. Helga var að tala
við prestinn.
»Eigum við þá ekki að fara?« segir Þorsteinn.
»f>að er víst« svaraði Halldór.
Þeir biðu enn, og horfðu á Helgu.
»Jæja, er ekki bezt að fara?« sagði svo Halldór.
»JÚ, við skulum kveðja« sagði Þorsteinn.
Svo gengu þeir til þeirra prests og Helgu.
»Þjer takið víst hestana í bakaleiðinni, prestur góður.«
»Jú, eg get það« sagði prestur þurlega.
Svo kvöddu þeir.
Helga kvaðst mundi tala betur við þá seinna.
Svo fóru þeir, og riðu hægt samsíða ofan túnið.
»Hún líklega bætir okkur eitthvað þennan skaða — það eru
svo efni þar« sagði Þorsteinn á leiðinni.
»Og vonandi er það — við erum ekki færir um að verða fyrir
svona tapi« tók Halldór undir.
Svo hjeldu þeir heim og voru allhressir; þeir lifðu við vonina.
— Prestur lofaði Helgu því, að annast um flutning á líki
manns hennar til bæjar, heim til sín, og sömuleiðis að láta leita
að líki Bjarna út með sjónum.
Svo bjóst prestur til burtferðar; hann bað henni allra góðra