Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 21

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 21
21 bæna, fal hana guðs huggandi miskunn á vald, og vísaði henni á hann, sem einka aðstoð barna hennar og hennar sjálfrar, og hjelt svo af stað þaðan. Helga gekk inn harmþrungin og föl; hún sat um stund í stofunni, og flóði í tárum; svo gekk hún inn, og sagði börnun- um, hvernig komið var; en þau skildu það varla; spurningar þeirra gerðu að eins að auka á hugraun hennar. Lík Bjarna fannst deginum eptir í sömu víkinni, og var óskemmt; það var einnig flutt heim á prestssetrið. Að hálfri annari viku liðinni var ákveðin jarðarför. III. Jón hreppstjóri hafði búið frarn undir 30 ár í Hamravík, og alltaf verið gildur og góður bóndi. En hann var einn af þeim, sem ekki safnaði í handraðann eða sparisjóðinn, heldur lagði allt- af talsvert fje í það að bæta jörð sína, enda var hún nú orðin ein helzta jörðin þar í grend, og bezta jörðin á ströndinni þegar hann fjell frá. Þó hafði eignarstofn hans heldur gengið til þurðar á síðari árum; áttu ýmis óhöpp hlut í því, sem ekki þýðir hjer upp að telja. Hann var tvíkvæntur; með fyrri konu sinni átti hann tvö börn; sem upp komust; hið eldra var stúlka, er Þuríður hjet. Var hún gipt, er hjer var komið sögunni. Maður hennar hjet Þor- kell, og bjó í Vjegeirsvík; var það nokkurum bæjarleiðum innar á ströndinni. Þorkell var menntaður nokkuð, hafði verið á Möðru- vallaskólanum, og þótt efnilegur maður; hann var dugnaðarmaður, •og allvel efnum búinn, og í mesta uppgangi sem kallað er. En orð fór af því, að jafnan tæki hann tvo peninga fýrir einn í við- skiptum sínum við aðra, þar sem hann sá sjer fært að reyna að koma því við. Bjarni, sá er drukknaði með föður sínum, var ið yngra. Fyrri kona Jóns hafði heitið Hólmfriður; hún var þá dáin fyrir tíu árum. Ari síðar hafði hann kvongazt að nýju, og gengið að eiga Helgu, þá er áður er getið. Hún var ættuð þar af ströndinni; hún var af fátækum kom- in, en vel látin stúlka og efnileg. Hafði Jón því gengizt fremur fyrir kvennkostum en efnum, er hann fjekk hennar. Bróður einn hafði Hólmfriður átt, er Björn hjet; hatði hann

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.