Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 24
24 sex pundum af kaffi, og svo sykri og export, og fleiru, eða var ekki svo Halldór?« »Það held eg, jeg átti eina grjónahálftunnu í bátnum, þrjú pund af kaffi, Ijögur af sykri og tvö af export, munntóbakspund og brennivínsflösku.« »Og það var sama hjá mjer« tók Þorsteinn fram í, »og nú erum við ráðalausir, stöndum uppi svona, matarlausir, kaffilausir og tóbakslausir, og höfum ekkert fengið fyrir ferðina þessa. Jón sál. ljet okkur fá þenna kornmat út í sinn reikning, svo sem fyrir þessa ferð með honum, en við verðum að fá það aptur einhvern veginn; við erum ekki færir um að verða fyrir skaða og missa daga um þennan tíma. Annars hefðum við getað unnið okkur eitthvað inn, eða eg að minnsta kosti, hefði eg ekki farið.« »Og eg líka, við hefðum líklega verið í Flóanum með Jóni annars« sagði Halldór. »En því eruð þið það þá ekki nú?« »Við höfum ekkert verið beðnir um það, og svo er eg nú hálflasinn — af gigt held eg — —« »Og eg líka« sagði Halldór. »— en annars var eg nú að hugsa um að fara upp eptir í dag, og vita hvort ekki væri hægt að fá vinnu þar.« »Þeir ljúka nú líklega við að binda úr Flóanum í dag; en mjer datt annað 1 hug — hvort okkur gæti ekki komið saman um það, að eg hjálpaði eitthvað upp á ykkur í bráðina, en þið gerðuð mjer lítilræðis þægð 1 staðinn.« »Það held eg ætti nú að vera velkomið« sagði Þorsteinn fegin- samlega. »Eg skal segja ykkur nokkuð, — það stendur svo á því, að mjer kæmi það betur, að þið vilduð segja að Jón hefði drukknað á undan Bjarna. Það er svoleiðis lagað frá sjónarmiði laganna, að það er í alla staði miklu vafnings minni meðferðin á dánar- búunum, ef faðirinn hefir dáið á undan syninum. Og af því að eg hlýt að verða töluvert við þetta bú riðinn, þá ríður mjer það á talsvert miklu, að þið vilduð bera það, að Jón hafi dáið á und- an Bjarna.« »En það er nú samt ekki satt« svaraði Þorsteinn, og leit til Halldórs, eins og hann þó vildi sækja eitthvað af vitinu til hans. »Nei, ekki er það nú satt« svaraði Halldór, o.g leit á Þorstein, eins og það væri þó ekki víst að það væri alveg áreiðanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.