Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 24
24
sex pundum af kaffi, og svo sykri og export, og fleiru, eða var
ekki svo Halldór?«
»Það held eg, jeg átti eina grjónahálftunnu í bátnum, þrjú
pund af kaffi, Ijögur af sykri og tvö af export, munntóbakspund
og brennivínsflösku.«
»Og það var sama hjá mjer« tók Þorsteinn fram í, »og nú
erum við ráðalausir, stöndum uppi svona, matarlausir, kaffilausir
og tóbakslausir, og höfum ekkert fengið fyrir ferðina þessa. Jón
sál. ljet okkur fá þenna kornmat út í sinn reikning, svo sem fyrir
þessa ferð með honum, en við verðum að fá það aptur einhvern
veginn; við erum ekki færir um að verða fyrir skaða og missa
daga um þennan tíma. Annars hefðum við getað unnið okkur
eitthvað inn, eða eg að minnsta kosti, hefði eg ekki farið.«
»Og eg líka, við hefðum líklega verið í Flóanum með Jóni
annars« sagði Halldór.
»En því eruð þið það þá ekki nú?«
»Við höfum ekkert verið beðnir um það, og svo er eg nú
hálflasinn — af gigt held eg — —«
»Og eg líka« sagði Halldór.
»— en annars var eg nú að hugsa um að fara upp eptir í dag,
og vita hvort ekki væri hægt að fá vinnu þar.«
»Þeir ljúka nú líklega við að binda úr Flóanum í dag; en
mjer datt annað 1 hug — hvort okkur gæti ekki komið saman
um það, að eg hjálpaði eitthvað upp á ykkur í bráðina, en þið
gerðuð mjer lítilræðis þægð 1 staðinn.«
»Það held eg ætti nú að vera velkomið« sagði Þorsteinn fegin-
samlega.
»Eg skal segja ykkur nokkuð, — það stendur svo á því, að
mjer kæmi það betur, að þið vilduð segja að Jón hefði drukknað
á undan Bjarna. Það er svoleiðis lagað frá sjónarmiði laganna,
að það er í alla staði miklu vafnings minni meðferðin á dánar-
búunum, ef faðirinn hefir dáið á undan syninum. Og af því að
eg hlýt að verða töluvert við þetta bú riðinn, þá ríður mjer það
á talsvert miklu, að þið vilduð bera það, að Jón hafi dáið á und-
an Bjarna.«
»En það er nú samt ekki satt« svaraði Þorsteinn, og leit til
Halldórs, eins og hann þó vildi sækja eitthvað af vitinu til hans.
»Nei, ekki er það nú satt« svaraði Halldór, o.g leit á Þorstein,
eins og það væri þó ekki víst að það væri alveg áreiðanlegt.