Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 26
2 6 »En þú, Halldór, hvað hugsar þú að gera?« »Eg veit það ekki;« hann dró seim í tóninum; »það er bölv- að að eiga við það — en eg held eg verði að gera það samt, fyrst Þorsteinn gerir það, það held eg, og þá með sömu kjörum eins og Þorsteinn.« Hann leit út undan sjer á þá báða, Þorstein og Þorkel á víxl; það var auðsjeð, að hann þorði hvorugt, að játa og neita, en þó enn síður að neita. Svo stóðu þeir upp; Halldór gekk frá þeim heim að bænum. Þorsteinn var eptir. »Mjer lízt illa á Haldór« sagði Þorkell lágt við hann, »þú verð- ur að halda honum volgum fyrir mig og sjá um, að hann svíki mig nú ekki.« »Jú, vertu óhræddur, eg skal ala á piltinuxn,« sagði Þorsteinn hlæjandi; hamt er vanur að gera það, sem eg segi honum. Hann skal standa við sama framburð og eg. En ætli það væri ekki bezt við fengjum miða núna upp á þetta, þenna fyrri part af út- tektinni, ef við reyndum einhvern veginn til að ná því; við höf- um ekkert heima.« »Þið getið sótt það fram eptir til min á morgun. Er það ekki það sama.« »Það er bæði matur og kaffi, sem við þurfum, og tóbak; það fór allt, sem við áttum — það var ekkert til heima.« »Einhver ráð verða með það.« Svo kvaddi Þorkell, og reið heim að Hamravík. Hann vott- aði húsfreyju sorg síira og innilega hluttekningu, og bauðst til að vera henni eitthvað innan handar, ef hann gæti. Hún tók því vel; hún var í'óleg sem fyr, en mjög döpur í bragði. Svo reið hann heim; hann þóttist vel hafa veitt. Það lá svo vel á honum, að það var langt síðan að svo vel hafði verið; hann vonaði, að hann hefði auðgazt um nokkur hundruð krónur, »ef mannaskrattarnir standa nú við orð sín« sagði hann. Hann ljet lötra fram göturnar og heim. — — — — — — Seinna um daginn fóru þeir bændurnir úr kotinu heim að Hamravík, með poka undir hendinni, og tjáðu ekkjunni vandkvæði sin. Að stundu liðinni fóru þeir aptur, og vóru þá hvor með

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.