Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 30
30
»Það er óviðfeldinn orðasveimur, sem gengur hjer um sveit-
ina« sagði presturinn, »um það hvor þeirra feðganna hafi drukkn-
að fyrri; það er leiðinlegt að heyra það; og þeir Þorsteinn bornir
fyrir báðum sögunum. »Vitið þið ekkert hver hefir kveykt þann
sveim upp?«
»Skyldi svo sem vera nokkur vafi á um það, hvor þeirra hafi
drukknað fyrri ?« svaraði Þorkell ærið fljótmæltur, og hvesti aug-
un á prest.
»Svo er að heyra. Það gengur nú þessa dagana fjöllunum
hærra, að Jón heitinn hafi átt að drukkna fyrri, — það vill ekki
bera vel saman við það, sem þeir Þorsteinn sögðu okkur Helgu
daginn eptir að þeir drukknuðu.«
»Það er víst heldur enginn vafi á þvi að Jón heitinn hafi
drukknað fyrri« sagði Þorkell rólega; »en þeir eru hjerna, sem
með þeim vóru, þeir geta bezt sagt um það.«
»Það var Jón, sem drukknaði fyrri« sagði Þorsteinn, það var
víst — hann, sem mastrið datt ofan á, og skemmdi hann á höfð-
inu, eða hvað segir þú, Halldór?«
»Jú, þa—það var — Jón« kreysti Halldór upp úr sjer fölur
sem nár, og sneri húfunni sinni ótt og títt á milli handanna.
»Það er undarlegt, því að þú sagðir þó, Þorsteinn, og þið
báðir, að það hefði verið Bjarni, þegar þið töluðuð við okkur.«
»Það hefir þá verið misminni eða mismæli, hafi svo verið,
sem eg efast um »svaraði Þorsteinn í'ókærnisrómi; »eghefi kannske
ekki munað það rjett þá, en eg þori að bera það fram hvar sem
vill nú, eða hvað segir þú Halldór?«
En Halldór var smoginn út. Hann gat ekki heyrt meira
að sinni.
»Og sverja það líka, ef til þess kemur?« spurði prestur með
þjósti.
»Og eg held eg hætti á það« svaraði Þorsteinn glottandi,
en gaut um leið augunum undan upp í stofuloptið og svo á Þor-
kel. Svo tók hann hatt sinn og gekk út.
Halldór reið heim einsamall, og var þungt niðri fyrir. Hann
var ekki viss um, að merkið í kirkjunni væri óyggjandi. Hann
var enn í sömu óvissunni, sem á milli steins og sleggju. Hann hafði
ekki hug til þess að ljúga, — af því að það var bæði stundleg og
eilíf áhætta, en hann hafði heldur ekki siðferðilegt þrek til þess,
að neita Þorkeli um beiðni hans. Og svo þarna i stofunni — þar