Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 32

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 32
32 svo minnislaus, og ekki heldur svo skyni skroppinn, að hann ljeti fara með sig í gönur. Halldór var fámálugur mjög, leit á Þorstein og Þorkel á víxl, og jánkaði við öllu, sem honum var sagt. Hann var alltaf að hugsa; hann var nú reyndar ekki orðinn á tveim áttum með það, hvað hann ætti að segja, en hann var bara hræddur um, að sjer yrði mismæli, ef til vildi — að hann kynni einhverntíma að nefna Jón fyrir Bjarna eða Bjarna fyrir Jón; en á því reið nú mest að verða samsaga við Þorstein, og samkvæmur sjálfum sjer. En það var nú reyndar enginn vandi: segja bara rjett frá öllu nema þessu eina. Rjett áður en ganga skyldi til sýslumanns, kallaði Rorkell á þá hjáleigubændurna, og bauð þeim á eintal með sjer. Var þar sund eitt þröngt á milli vörugeymsluhúsa kaupmanns eins, og lokað fyrir endan með þverhýsi einu. Framanvert i sundinu var stór hlaði'af tómum tunnum; var þar fylgsni hið bezta fyrir innan. Þorkell trað sjer inn í sundið inn fyrir tunnurnar, og þeir á eptir. Par tók Þorkell tappann úr fullri flösku, til þess að styrkja í þeim taugarnar. Þorsteinn saup góðan teyg, og þakkaði fyrir sig. Síðan rjetti Þorkell Halldóri. Hann hikaði fyrst við, en þreif síð- an til flöskunnar, og svolgraði úr henni langan teyg, þangað til Þorkeli fór að ógna, svo að hann tók í flöskuna og sagði: »Ekki nú meira, Halldór minn, fyrri en á eptir.« Svo stakk hann flöskunni í vasa sinn og sagði: »Þið kippið ykkur vonandi ekki upp við það, þó að sýslu- maðurinn láti ykkur sverja það, sem þið segið!« Hann brýndi alvarlega röddina. »Ætli maður hætti ekki á það!« svaraði Þorsteinn, »við fáum líklega hvort ið er þetta, sem eptir stendur.« »Já, náttúrlega undir eins og búið er« svaraði Þorkell »ekki skal standa á því; en þú, Halldór, þú náttúrlega sver líka!« »Þarf þess — verður það?« svaraði Halldór, og var eins og honum væri rekið utan undir. »Það er nú aldeilis vist; en ef þú ekki vilt sverja, verður þú klagaður fyrir lygi og falskan vitnisburð — það skal eg sjá um.« »Eg má líklega til, fyrst Þorsteinn gerir það, en eg hjelt það kæmi ekki til þess.«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.