Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 36

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 36
36 Sýslumaðurinn sagði þeim því, að þeir yrði að staðfesta þenna framburð sinn með eiði, og spurði þá, hvort þeir væri við því búnir. Þeir kváðu svo vera. Svo sagði hann, að þeir skyldu þá ljúka því af. Hann hóf síðan að lesa áminningarræðu þá, sem rjettvísin lætur lesa yfir höfði þeirra, sem ætla að vinna eið við guðs nafn, þessa hryllilegu tölu, sem heíir svo margar hótanir i frammi. En hvað voðaleg sem hún er, vinnur hún þó sjaldan á þá menn, sem eru nógu ósvífnir og tilfinningarlausir til þess, að ljúga vísvitandi að rjettvísinni í opinberu prófi. Sýslumaðurinn las ræðuna svo, að hún naut sín vel; hann las ekki hátt, og rómurinn var hvorki óþýður nje harkalegur, en hann hafði svipuð áhrif eins og þungur árniður; hann smaug í gegnum hug og hjarta, eins og fossniðurinn berst lengra en nokk- urt annað hljóð, þó að ekki sje hann hveil. Þorsteinn hallaðist ögn aptur á bak, og glápti á sýslumann. Það var eins og þessi upplestur kæmi honum ekkert við. Hann vissi, að hann átti að sverja, en fannst óþarfi að hafa þenna lestur á undan. Halidór hengdi höfuðið, og horfði niður á milli fóta sjer; það var eins og vættarbjarg væri hengt um háls honum. Þegar sýslumaður hafði lokið ræðunni, hvesti hann augun á þá fjelaga og sagði: »Hugsið ykkur nú vel um, áður en þið vinnið eiðinn, hvort þið viljið engu breyta í framburði ykkar; það er tími til þess enn þá, en undir eins og þið eruð búnir að vinna eiðinn, verður það ekki hægt, nema þið verðið meinsærismenn, og fáið harða, refsingu. Gætið þess vel, að þið sverjið við guðs nafn, og sá sem lýgur eið sinn, sver frá sjer æru og hamingju, bæði hjerna megin og hinu megin grafarinnar. Guðs nafn er ekkert leikfang, og sannleikurinn verður ekki seldur og keyptur á bak við hann.« Þorsteinn gekk fram örugglega, og leiðbeindi sýslumaður hon- um með að rjetta upp þrjá fingur innar hægri handar. Síðan hafði sýslumaður upp fyrir honum eiðstafinn, og hann hafði eið- spjallið eptir eins og krakki, sem verið er að kenna vísu. Svo var það búið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.