Eimreiðin - 01.01.1897, Page 40
4o
var það, að hann tautaði með sjálfum sjer þessi orð: »Eg ljet
bölvanina út fara o. s. frv.«
Stundum starði hann út í loptið, og varð þá svipurinn eins og
þess rnanns, sem verður höggdofa af skelfingu — eins og einhver
óumræðileg hrelling kæmi yfir hann. Hann nötraði þá á beinun-
um eins og hrísla, og löðursvitnaði í framan.
Þá þaut hann eitthvað út í buskann, hvíldarlausu, óstöðvanda
hlaupi, þangað til hann komst ekki lengra fyrir mæði; þá fleygði
hann sjer ofan i snjóinn, og grúfði andlitinu niður í fönnina, og
ætlaði að springa af ekka.
Svo hægði honum; hann varð þá rólegri, dró sig heim á ein-
hvern bæ, og var þá lasinn eptir, og hjelt þar til tvo —, þrjá —
fjóra daga.
Svo komu þessi köst aptur að honum.
Það var hendin með þrem upprjettu fingrunum, sem hann
sá, og elti hann þannig — sem hann flýði eins og dauða sinn —
meinsærishendin, sem gerði hann að glötunarbarni að eilífu!!
Og svo fannst hann einn daginn um miðjan veturinn, allu'r
beinbrotinn í urðinni framan undir Smalastapa.
Hendin með þrem upprjettu fingrunum hafði elt hann þar
fram af í ósjálfræði.
Jónas Jónasson.
Goethe og Sehiller.
Eptir Steingrim Thorsteinsson.
Johann Christoph Friedrich Schiller er fæddur 10. dag nóvem-
bermánaðar 1759 1 í Marhach (við ána Neckar í Wiirtemberg). Faðir
hans, Caspar Schiller, hafði verið við herþjónustu, bæði sem sáralæknir —
hann hafði numið þá iðn hjá rakara — og sveitarforingi um tima. Hann
var maður menntaður eptir hætti, trúrækinn2 mjög og siðvandur. Eins
1 í fyrri hluta ritgerðar þessarar hefur af vangá fallið úr fæðingarár Goethe’s
(EIMR. II, 203), en hann fæddist 1749.
2 Hann samdi opt bænir sínar sjálfur og í einni, sem fannst eptir hann, standa
þessi einkennilegu orð: »Og þú vera, sem ert öllum verum æðri, þig hef
eg beðið og ákallað eptir fæðingu einkasonar míns, að þu bætir honum að
andans styrkleika, það sem eg, sakir ónógrar menntunar, get ekki í tje látið.«