Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 43
af hertoganum, sem hafði sýnt það áður, að hann gat verið harðráður, er því var að skipta, og ekki ósennilegt, að hann kynni að verða sett- ur i höpt um nokkur ár, þá ásetti hann sjer að hafa sig undan kúgun- arvaldi þessu og strjúka á burt. Einn af vinum hans, Streicher söng- fræðingur, rjeðst til fylgdar með honum. Lögðu þeir af stað í septem- bermán. 1782 og fóru fyrst til Mannheim, og hafði Schiller með sjer sorgarleikinn vFiesko nder die Verschwörung zu Genua« (Fieskó eða sam- særið i Genúu) að mestu fullsaminn, og vildi fá hann leikinn, en það tókst ekki að syo komnu. Ekki þóttist hann að öllu óhultur í Mann- heim sakir reiði hertogans, og fóru þeir vinirnir þaðan til Frankfurt, og áttu mjög erfitt á þessu ferðalagi sökum fjeleysis; komu þeir eptir ýms- an flæking til Bauerbach, sem er í grennd við Meiningen. Far bjó frú Wolzogen móðir Vilhjálms Wolzogen, sem var skólabróðir Schillers og ástvinur. Hún unni og skáldskap Schillers mjög og bauð honum nú hæli og athvarf á heimili sínu. Meðan hann dvaldi þar, lauk hann við »Fieskó« og annan sjónleik til, »Louise Miller« (síðar nefndan »Kahale und Liehe« = vjelabrögð og ást), og hafði hann verið byrjaður á því leikriti meðan hann var i Stuttgart. »Fieskó« er sjónleikur sögulegs efnis og kemur fram í honum frelsishugmynd aldarinnar, en ekki eins ofsalega og í »Die Ráuber« og ákveðnara, sem þjóðveldishugmynd. Aptur er inntakið í »Louise Miller« að lýsa þvi, hvernig siðspilltur hirðaraðall kúgar borgarastjettina og misþyrmir henni, og var sá leikur nær verulega lifinu en báðir hinir fyrri, og kom átakanlega við kaun aldarháttarins. 1783 flutti Schiller til Mannheim, með því að honum var veitt staða við leikhúsið þar, sem leikritaskáldi, en reyndar með mjög litlum launum; voru nú leiknir eptir hann báðir hinir síðastnefndu sjónleikir og juku þeir skáldfrægð hans stórum. Og nú um þetta leyti æxlaðist svo til, að Schiller fjekk lítilsháttar kynni af Karli August hertoga af Weimar, er hann var staddur í k)mnisför við hirð landgreifans af Darm- stadt. Gáfuð kona og menntuð, sem var í ástakunningsskap við Schiller, frú Charlotte Kalh, stillti svo um, að hertoginn leyfði, að Schiller læsi upp i samkvæmi hjá landgreifanum fyrsta þáttinn af sorgarleik, sem hann fyrir nokkru síðan var farinn að yrkja út af, »Don Carlos«. Lik- aði hertoganum vel og sæmdi Schiller hirðráðs titli (Hofrat), og vænti Schiller, að úr þvi kynni að hefjast hagur sinn og ástæður, sem ekki var vanþörf á, því allt til þessa hafði hann átt við þröngvan kost að búa, þrátt fyrir frægð sína. Þar að auki var hann ekki ánægður með stöðu sína í Mannheim, og því fór hann til Leipzig. Átti hann þangað til vina að vitja, því ýmsir voru þar, er unnu honum svo mjög sem skáldi, að þeir höfðu skrifað honum og boðið honum til sín, þar á meðal auðmaður einn1, Körner að nafni; hann var lögfræðingur, ágæt- lega menntaður og hið mesta göfúgmenni. Dvaldi Schiller nú fyrst í Leipzig og þorpinu Gohlis þar í grend við, en síðan hjá Körner, ýmist í húsi hans í Dresden, þar sem hann var nýorðinn embættismaður, eða á búgarði hans í þorpinu Löschewitz, í fögrum dal við Elfuna. Á 1 Faðir skáldsins og hetjunnar Theodors Körners, sem fjell (1813) í frelsisstríði Þjóðverja, er þeir brutust undan ánauðaroki Napóleons.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.