Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 44

Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 44
44 þessum síðastnefnda stað lauk Schiller við »Don Carlos« og um sama leyti orti hann hið alkunna kvæði sitt, »An die Freude« (til gleðinnar), sem ber vott um ánægju hans yfir lífi þvi, er hann þá lifði. Taldi hann þessi ár (1785—87) með hinum sælustu æfiárum sínum. »Don Carlos« birtist á prenti 1787. Mætti kalla þann sjónleik fagnaðarboðskap hins heimsborgaralega (kosmopólitiska) anda, og lýsir hann baráttu hugsjóna- legs framfaraanda við hleypidóma harðstjórnarinnar bæði í trúarlegum og pólitiskum efnum. Þar sem hinir fyrri sjónleikir Schillers eru i óbundinni ræðu, þá er þessi i bundinni,. og hefir hann talsverða yfir- burði yfir þá, bæði að siðferðilegum háleitleika, formfegurð og orðprýði, svo fjærri sem hann er sögulegum sannleika i meðferð efnisins; en það hefir Schiller gengið til að vikja svo langt frá sögunni, að hann með þvi einu móti gat látið hinar háleitu mannfrelsishugmyndir sínar koma eins skýrt og hrífandi i ljós eins og hann vildi. Fráþessum tíma eru enn fremur hin ágætu lýrisku kvæði hans, »Die Kiinstler« (listamennirnir) og »Die Götter Griechenlands« (Grikklands goð), og er líkt mót á þeim og »Don Carlos,« að þau bera langt af hinum fyrri kvæðum hans og votta samsvarandi æðra stig í lýriskum kveðskap. Par með endar fyráta tírna- bil i skáldlífi Schillers. 1787 hafði hann farið til Weimar og dvalið þar um tíma; tóku þeir Herder1 og Wieland honum einkar vel, en Goethe var þá á Italíu- ferð sinni. Sömuleiðis kom hann til Jena og kynntist þar ýmsum lærð- um mönnum. Hann var nú mikið farinn að setjast og andleg ró og samræmi komið yfir huga hans, eins og líka lýsti sjer í skáldskap hans; var hann og með miklum áhuga farinn að leggja stund á sagnafræði og mjög mikið las hann forngríska höfunda, einkum Hómer, en reyndar í þýðingum; kvaðst hann þurfa þess mjög, til að laga og hreinsa skáldskapar- smekk sinn, sem hefði verið farinn að fjarlægast sanna einfeldni. í Rudol- stadt kynntist hann yngismeynni Charlotte Lengefeld, er síðar varð kona hans, og þar hitti hann Goethe að máli í fyrsta sinn, en ekki dró til vináttu með þeim í það skipti. Samt átti Goethe mikinn þátt í því, að Schiller var skipaður sögukennari við háskólann í Jena. Átti Schiller það að þakka hinu nýútkomna söguriti sinu, »Geschichte des Abfalls der Niederlandee. (Uppreisnarsaga Niðurlanda), sem mikið þótti til koma. Var þó Schiller ekki sagnfræðingur í verulegri merkingu orðsins, og ekki verður talið til vísindalegrar söguritunar, það sem hann hefir ritað í þeirri grein, en samt sem áður hafa sögurit hans haft afarmikla þýð- ingu sakir snildarlegs frásögustýls og andríkis og sakir hinnar eldheitu tilfinn- ingar fyrir frelsi, rjettlæti og sannleika, sem lýsir sjer í þeim hvervetna. Árið 1790 kvæntist Schiller Charlotte Lengefeld og var hún hin ágætasta kona og hjónaband þeirra hið farsælasta. Hjarta lians, sem hafði ekki farið varhluta af ýmsum ástarástríðum. fann nú unaðsríka hvild 1 ástríku heimilislífi, og hafði það hin beztu áhrif á öll hans and- legu störf. Hjelt hann nú áfram hinum sögulegum iðkunum sínum, sökkti sjer niður í heimspeki Kants og samdi ýmsar heimspekilegar og fagur- fræðilegar ritgjörðir. Sögu þrjátíu ára stríðsins (»Geschichte des dreissig- 1 Undireins og Goethe var kominn til valda hjá hertoganum, hafði hann fengið hann til að gera Herder að hirðpresti og »generalsuperintendent« (æðsta yfirboða kennidómsins).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.