Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 45
45
jahrigen Kriegest) samdi hann einnig og var hún að koma út á árun-
um 1791—93. Lagði hann mikið að sjer og varði mikilli fyrirhöfn
til að kynna sjer sögu þess timabils, þvi hann hafði ráðið með sjer, að
yrkja sjónleik út af Wallenstein. En einmitt þegar svo vel áhorfðist,
var bölið næst, þvi nú tók heilsa hans að bila af brjóstveiki, og voru
svo mikil brögð að þvi, að hann varð að hætta að halda fyrirlestra.
Ofan á vanheilsu þessa bættist erfiður fjárbagur, þó við væri leitað að
bæta úr honum. Var það drjúgust hjálp, er Schiller þá fjekk frá Dan-
mörku; prinzinn af Holstein-Augustenborg og Schimmelmann greifi buðu
honum sem sje fjárstyrk, 1000 rikisdali árlega í þrjú ár, svo að lifs-
áhyggjur þyrftu ekki að draga úr störfum hans; var danska skáldið
Baggesen hvatamaður að því, en Schiller þáði fegins hendi þessa drengi-
legu hjálp. Árið 1793 tók hann sjer ferð á hendur til átthaga sinna i
Wúrtemberg og dvaldi fram undir ár i Heilbronn og Stuttgart, og í
þeirri ferð samdi hann hina merkilegu ritgjörð sína »Briefe iiber die
aesthetische Erziehung des Menschengeschlechtes« (brjef um fagurfræðilegt
uppeldi mannkynsins); er það aðalinntak hennar, að hið fagra ætti að
vera æðsta lögmál, sem farið væri eptir i uppeldi mannsins, og að það
sje vegurinn til hins sanna frelsis.
Eegar Schilier var kominn heim aptur, stofnaði hann timaritið
»Die Horem. og hefst frá þeim tíma vináttusamband hans við Goethe.
Pað voru fádæmi, og það ber vott um hið óbuganlega viljaþrek Schillers,
hve miklu hann fjekk afkastað á þeim árum, er nú fóru i hönd, þar
sem hann var svo mjög bilaður á heilsu, og tók nálega aldrei á
sjer heilum. Fyrir utan »Die Horen«færðist hann einnig í fang að gefa
út skáldskapar-ársritið »Musenalmanach« (1795—1800). Má telja, að
hjer byrji hið þriðja timabil í skáldskap hans. Að ógleymdum skop-
visunum, »Xenien«, sem þeir vinirnir kváðu í sameiningu, orti Schiller
nú hin ágætu kvæði, »Der Spaziergang«, (skemmtigangan), »Lied der
Gloche«, (klukkukvæði), »Das Ideal und das Leben«, (hugsjónin og lifið)
og ýmsar af hinum fögru »ballöðum« sínum og »rómönzum«, t. d.
»Der Taucher«, (kafarinn), »Der Ring des Polykrates« (hringur Polýkra-
tesar) o. fl. En mest kvað að því, er hann lauk við þríleikinn (tri-
logíuna) Wallenstein (Wallensteins-Lager — »Die Piccolomini« — » Wallen■
steins Tod«), (1799) óefað hið stórkostlegasta og fullkomnasta af öllum
verkum hans, enda jafnframt hið þjóðlegasta, þar sem aðalpersónan er
frægðarhetja úr sögu Pýzkalands og leikritið byggt á undirstöðu sögu-
legra viðburða. Pað var því að vonum, að sjónleikur þessi hertók hugi
manna og náði almennri þjóðhylli. Ásetti Schiller sjer nú, að yrkja
framvegis eingöngu sjónleiki, og á árunum 1800—1802 samdi hann
tvo »rómantiska« sorgarleiki sögulegs efnis, »Maria Stuart« og »}ung-
frau von Orleans« (ungfrúin frá Orleans), og 1803 kom út eptir hann
»Braut von Messina«, sem er einkennilegur sorgarleikur að því leyti
sem þar er líkt eptir forngriskum tragedíuskáldum með því að viðhafa
kórsöngva og láta örlagavald (fatum) ráða í gangi leiksins. Síðasti sorgar-
sjónleikurinn, sem Schiller orti, var »Wilhelm Tell« (Vilhjálmur Tell),
er hann lauk við öndverðlega á árinu 1804. I honum er lýst sigri
þeim, er hið sanna og göfga frelsi vinnur á ofríki og harðstjórn. Hefir
enginn af sjónleikjum Schillers orðið hinni þýzku þjóð kærari, því hjer