Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Page 52

Eimreiðin - 01.01.1897, Page 52
52 Höfuðletri þínu stöfuð. Þorsti vor og lifandi lysting Lögin sjeu þín dýrðarfögru. Gæzkan há og guðleg vizka Giptan er, sem heiminum lyptir! Valdimar, oss vantar eldinn! Valdimar, hann blæs svo kaldan; Kuldi dauðans kallar: skáldi, Kvölda tekur, jeg hef völdin! — Þyldi guð, að tvisvar tjaldi Tildra mætti lífs, ef vildi, Skyldi’ eg varhug glæpskugjöldum Gjalda betur. En — það fæst aldrei! — Kvíði’ eg þó ei kör nje dauða, Kæri bróðir, og sízt í óði: Lífið er gott, þó vel eg viti Veturinn kominn — aldrei betra. Neista gaf mjer guð inn hæsti Gæzku sinnar í öndu minni; Náðin hans eru gnógleg gæði, Göfug ljóð og trú á hið góða. Eigingirni að ala á hjarni Elli sinnar, margan fellir; Kennum þjóð af alhug unna Annars hag og lífinu sanna. Rjúfum þessa kotungs kofa, Kveykjum i þeim, brennum, steikjum, Reisurn hallir hærri fjöllum Hetjuþjóð með lifanda óði! — Jólasöng með sál og tungu Syngið nýjan, bragmæringar! Hringið inn í hjörtun ungu Hundrað sinnum drottins undrum! Slöngvið burtu deyfð og drunga; Drengskap nýjan læri mengi;

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.