Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Side 55

Eimreiðin - 01.01.1897, Side 55
55 hafa svefnherbergi sjer og urðum við Þorsteinn herbergisnautar. Var herbergið svo rúmgott, að þar var allt tvennt: 2 rekkjur, 2 fataskápar, 2 þvottaborð með öllum þvottaáhöldum o. s. frv. og þó var þar nóg rúm fyrir ferðakistur okkar og allt okkar dót að auki. Par var og legu- bekkur, en við notuðum hann lítt, því við vórum optast annars staðar á daginn. í fyrsta farrými eru 2 afarmiklir borðsalir, hvor upp af öðrum, og geta setið mörg hundruð manns í hvorum; þar er og heljarstór reyk- ingasalur, kvennasalur, lestrarsalur og fyrir söng og hljóðfæraslátt með stóru nótna- og bókasafni. Par innar af eru smærri herbergi með skrif- borðum og öllum ritföngum til afnota fyrir farþega. Á skipinu er póst- hús með tveimur póstmeisturum, og er annar þeirra þýzkur, en hinn amerískur. Par fást því bæði frimerki og brjefspjöld og á nokkrum stöðum í skipinu hanga póstkassar, sem menn geta kastað í brjefum sinum, og tæma svo póstmeistararnir þá á vissum timum og afgreiða svo póstinn, jafnskjótt og skipið kemur einhvers staðar við land. Á skip- inu er og sjerstök vixilstofa, þar sem meiin geta skipt hverrar þjóðar mynt sem er; þar eru og alls konar böð og yfir höfuð virðist þar vera flest allt, sem mönnum getur dottið í hug að óska eptir. Par er nátt- úrlega lika lyfjabúð og læknir, sem lætur farþegum ráð sín í tje ókeypis. Á þiljum uppi eru breið gangrúm fram með báðum hástokkum, þar sem farþegar geta hreyft sig, og er óravegur endanna á milli. Par liggja og ýmisleg leikspil frammi, sem farþegar geta skemmt sjer við, og þar var og stundum slegið í dans á kveldum. Yfir nokkrum hluta er sólbyrði, er hlifir gegn sól og regni, og þar sitja menn á reiðustólum, sem menn þó verða að borga fyrir visst gjald, i dollar fyrir ferðina alla leið. Allt er skipið upplýst með rafmagnsljósi og þvi rnjög haganlega fyrir komið. Þegar við Þorsteinn komum niður í herbergi okkar íyrsta kveldið, þótti okkur k}?nlegt, að ekki skyldi vera búið að kveykja þar. Jeg hafði urn daginn tekið eptir stálsveif á veggnum, sem jeg hafði skoðað sem hring- ingarfæri, og sagði, að bezt væri að hringja á þjón, greip i sveifina og sneri; brá þá svo við, að i sama vetfangi varð skínandi bjart í herberg- inu af rafmagnsblossa, og kom þetta svo flatt upp á okkur, að við storð- um fyrst i stað hvor á annan þegjandi, eins og tröll á heiðríkju. Sáum við þá, hvers kyns var, að sveifin var ljósfæri, og var önnur sams konar sveif á rúmstokknum, svo að maður gat kveykt og slökkt, þó maður lægi í rúminu, eptir vild alla nóttina, með þvi að snúa sveifinni. Svo sáum við hringingarfærin, og vóru þau tvö, sitt á hvoru rúmi,. en öðru- vísi að gerð en ljósfærin. Pá var viðurgjörningurinn á Normanniu ekki slakur. Árla morguns, kl. 6, var reitt fram te, en það notuðu vist fáir af farþegum, þvi fæstir þeirra komust svo snemma úr bólinu. Kl. 8—10 snæddu menn morgun- verð, og var þá um að velja fjölda bæði heitra og kaldra rjetta. Kl. 1 var haldinn dagverður (lunch) og kl. 6 náttverður (dinner) og vóru við þessar máltíðir rjettirnir 8—12 að tölu. Kl. 8^/2 var sett fram te og ýmislegur kaldur matur, og gat hver neytt þess, sem vildi, en þeir vóru vanalega heldur fáir, sem notuðu sjer það. Við hverja máltið var prent- aður matseðill og við hinar stærri máltiðir var leikið á hljóðfæri, meðan menn sátu yfir borðum. Drykkjarföng urðu menn að kaupa aukreitis (nema kaffi og te), en þau vóru ekki dýr, eptir því sem annars gerist

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.