Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 56
5é
á skipum. Öll framreiðsla var hin mesta fyrirmynd. Við hvert borð
sátu io manns, og gengu þar 2 skutilsveinar um' beina, bar annar t. d.
kjötkrásir, en hinn grænmeti o. s. frv. Gekk öll þjónusta við borðin
sem eptir snúru, þvi fram við dyrnar á borðsalnum stóðu jafnan 2 drótt-
setar, sem gáfu merki með bjöllu, hvenær hver rjettur skyldi inn bor-
inn og diskar og leifar út bornar, og litu yfir höfuð eptir, að allt færi
fram með sem mestri reglu, enda gekk það allt eins og í sögu. Allur
var maturinn hinn ljúffengasti og margs konar aldin fram reidd, sem
flesta mundi furða, að til væru á þeim tima árs. A milli máltíða var á
þilfarinu við og við borið um svaladrykkir, smurt brauð og keks handa
þeim, sem vildu, og var það allt ókeypis. Fyrir fæði er ekki greitt
neitt sjerstakt gjald, heldur er það og farið selt í einu lagi. Pó viður-
gjörningurinn sje hinn sami fyrir alla í i.farrými, er þó mikill munur
á þvi, hve mikið farið kostar þar. Kostar það minnst um 300 kr., en
mest um 1000 kr. eða jafnvel meira. Fer verðið eptir þvi, hvar menn
búa í skipinu, hátt eða lágt, og eins nokkuð eptir því, hvernig herbergin
eru útbúin; fylgir hinum dýrustu sjerstakt baðherbergi, sem ekki er til
afnota fyrir aðra, og fleira þess háttar.
Daginn eptir að við ljetum út, komum við við í Southampton á
Suður-Englandi (kl. 12) og tókum þar póst og farþega. Sama dag (29.)
síðdegis komum við við í Cherbourg á Frakldandi, og ljetum síðan í
haf og sáum svo eigi land fyrri en að morgni þess 5. júni. Komum
við í höfn í New York kl. 6 árdegis, eptir 7>/2 dags ferð alla leið frá
Flamborg. Fief jeg aldrei farið þægilegri og skemmtilegri sjóferð, og sá
næstum eptir að þurfa að skilja við Normanniu. Mundi jeg ekki annað
skip fremur kjósa, ef það ætti fyrir mjer að liggja að sigla aptur yfir
Atlantshaf.
I NewYork dvöldum við þann 5. og fram til hádegis næsta dag
og notuðum þann tima til þess að skoða bæinn. Bar þar margt nýstár-
legt fyrir augu okkar, sem oflangt yrði að lýsa. Við bjuggum á stóru
veitingahúsi í miðjum bæ (Fifth Avenue Hotel), á 4. lopti, og mátti það
ekki hátt heita i samanburði við hæð hússins og margra annara. 17
lopta hús sá jeg þar hæst, en til munu þau hærri. En ekki þurftum
við að ómaka okkur upp nje niður stiga, þvi allt er farið i lyptivjel,
sem líður sem örskot upp og ofan, hvenær sem maður þarf á að halda.
Viðurgjörningur var þar hinn bezti, enda kostaði húsnæðið og fæðið
fyrir hvorn okkar 5 dollara (= 18 kr.) om daginn, en drykkjarföng
aukreitis.
Frá New York hjeldum við með eimlest þann 6. til Boston og
komum þangað kl. 5, og ókum þaðan í vagni til Cambridge, sem liggur
í útjaðrinum á Boston, en er þó bær fyrir sig, þótt heita megi að báðir
myndi eina heild. Boston er mestur menntabær í Ameríku og í Cam-
bridge er frægasti háskóli Ameríkumanna, Harvardháskólinn. Til Cam-
bridge var ferðinni aðallega heitið og settumst við því þar um kyrt og
dvöldum þar 6 vikur, til þess að rannsaka ýmsar fornrústir þar fyrir
Miss Horsford, sem þar býr hjá móður sinni. Kringum Cambridge
eru margar og merkilegar fornleifar, þó erfitt sje að segja, frá hvaða tima
þær stafa. Hafði faðir Miss Horsford, sem var prófessor i efnafræði við
Harvardháskólann, og nú er dáinn fyrir nokkrum árum, varið bæði miklu