Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 59

Eimreiðin - 01.01.1897, Qupperneq 59
59 sámá hætti og áður var frá skýrt, en fyrir sængurklæði verða menn þó að greiða nokkra þóknun. Hefur fjelagið einkum útbúið vagnana svo vegna innflytjenda, enda eru þessir vagnar þar og nefndir landnemavagnar (Colonist Cars). Af þessurn sökum mun ekki jafnþægilegt fyrir innflytj- endur að ferðast með neinni braut sem með kanadisku Kyrrahafsbraut- inni, enda gerir stjórn hennar sjer að öðru leyti far um, að leiðbeina þeim í öllu og forða þeim við prettum óhlutvandra manna. I öllum vögnum er mjög hátt til rjáfurs og þeir stærri og breiðari en almennt gerist í Norðurálfunni. Eigi er þeim heldur skipt í marga smáklefa, sem hjer, heldur eru tvær bekkjaraðir þvers um til beggja handa, en gang- rúm í miðju eptir endilöngum vagninum. Ganga má og úr einum vagni í annan alla lestina á enda. Getur með þessu móti myndazt miklu fjör- ugri sambúð og viðræður milli farþega, því menn geta gengið hver til annars, setið og skrafað eða spilað o. s. frv. I öllum vögnum er salerni og þvottaklefi með öllum þvottaáhöldum, og gnægð af góðu drykkjar- vatni, sem á sumrum er iskælt. I hverri vagnlest eru og borðvagnar, þar sem menn geta keypt sjer máltíðir, og kostar hver máltíð 75 c., og er maturinn bæði góður og mikill. En enginn er þó til neyddur að baka sjer þann kostnað, þvi á mörgum viðkomustöðum má kaupa sjer hressingu, sem höfð er á reiðum höndum, fyrir mjög litið verð, og eins má hafa mat með sjer i vagninum, og sá jeg að sumir gerðu það jafn- vel i dýrustu vögnunum (svefnvögnunum). Það var töluverð tilhlökkun i mjer, þegar jeg leið vestur á bóginn með Kyrrahafsbrautinni, þvi mig hafði lengi langað til að sjá byggðir Vesturíslendinga með eigin augum. Einkum var þó Manitoba, helzt Ar- gylenýlendan, fyrirheitna landið í huga mjer, því þar átti jeg svo margt skyldfólk: móður og stjúpa, sem jeg hafði ekki sjeð i 22 ár, einn hálf- bróður, giptan, og þrjár hálfsystur; vóru tvær þeirra giptar og höfðu fjölgað frændliði minu, en hin yngsta þeirra, 17 ára gömul, ógipt. Hana hafði jeg aldrei sjeð, því hún er fædd í Ameríku, og var mjer þvi ekki minnst forvitni á að sjá hana. Þann 22. júlí, kl. 3!/2 siðdegis kom jeg til Winnipeg. Var þar fyrir á brautarstöðinni, til þess að taka á móti mjer, Guðmundur bróðir minn með konu sinni, sem komið höfðu þangað í þeim erindum, af þvi jeg hafði sent hraðskeyti um það á undan mjer, hvenær min mundi von. Par vóru og ritstjórar islenzku blaðanna, Sigtryggur Jónasson, þingmaður Manitobinga, og Eggert Jóhannsson. Enn fremur frændstúlka konu minnar og æskuvina min, fröken Oddbjörg Björnsdóttir (prests á Höskuldsstöðum á Skagaströnd) og enn fleiri landar. Þar var og fregnriti frá einu helzta blaðinu í Manitoba, »Tribune«, til þess að gripa mig glóðvolgan, og gat jeg ekki sloppið hjá að þylja honum langt mál um rannsóknir mínar i Cambridge. Kom það allt saman i blaðinu næsta dag og þótti mjer undrum sæta, hve vel maðurinn haíði munað allt, sem jeg sagði honum, þó hann skrifaði ekki einn staf hjá sjer. En slíkir piltar hafa æfingu og eru vanir því, að leggja töluvert á minnið. — Um 20 mínútum eptir að jeg kom til Winnipeg, kom forsteinn Erlingsson þangað frá Chicago, og hittumst við skömmu síðar á snæðingsskála, sem talinn er hinn bezti þar i bæ (að undanskildu aðalveitingahúsinu), en sem þykja mundi í lakara meðallagi hjer í Khöfn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.