Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 61
velli. Má þar meðal annars nefna baráttu þeirra fyrir stofnun íslenzks bókasafns og háskóla, og þótt þar sje við ramman reip að draga, eru þó ólikt meiri líkur til, að slík stofnun geti komizt á og þrifizt í Am- eriku, heldur en heima á Islandi sjálfu. Oska jeg þvi máli hins mesta gengis, því sú stofnun gæti óefað haft mikla þýðingu fvrir Islendinga bæði vestan hafs og austan. Winnipeg er höfuðstaður Manitoba og ganga þaðan járnbrautir í allar áttir. þar situr stjórn og þing fylkisins og þar eru hinar heiztu menntastofnanir. Er bærinn mjög ungur og hefur þotið upp á fám áruni. Er ibúatalan nú um 40,000, og segja sumir, að þar muni búa um 4000 Islendinga, en aðrir segja þá nokkru færri. Mun enginn vita vissu sína í þvi efni. Reka Islendingar þar alls konar atvinnu, mjög margir verzlun. Par eru 3 íslenzkar kirkjur og þar koma út 2 stór islenzk blöð og 3 tímarit. Nokkur unglingsbragur er enn á bænum. Pannig eru flest húsin úr timbri og flestar götur óflóraðar. Eru þær því mjög illar yfirferðar í rigningum. Fram með húsaröðunum liggja háir trjápallar, sem notaðir eru sem tá, en jafnvel á þeim er varla stætt í rigningum, þvi þegar aurleðjan frá strætunum berst á þá, verður mjög hált á þeim. Bærinn er að sönnu upplýstur með rafmagnsljósum, en ljósin eru þó viðast hvar svo strjál, að mikils er i vant, að vel megi heita lýst. Rafvagnar ganga fram og aptur um bæinn, og er i þeim mikil bót, með því bærinn er víðáttumikill, einkum þar sem farið á vögnunum er ódýrt. Aðalstræti bæjarins er steinlagt, breitt og fallegt, og þar eru miklar og smekklegar byggingar. Lystigarðar eru i bænum og ár renna í gegnum hann. Búðir eru i Winnipeg stórar og fallegar, og vörur í þeirn fullt eins glæsilegar og i öðrum stórbæjum. Pað þótti mjer og undrum sæta, hve allur hús- búnaður var prýðilegur, jafnvel ríkmannlegur, hjá þeim Islendingum, sem jeg heimsótti þar, jafnvel hinum fátækari. Var hann mun betri en almennt gerist hjá sams konar fólki hjer i Khöfn. Um miðjan dag þann 24. júlí hjeldum við Rorsteinn í fylgd með Guðmundi bróður minum með eimlest vestur til Argyle og komum til Glenboro kl. 61/,, siðdegis. Var þar fyrir á brautarstöðinni, til þess að taka á móti okkur, móðir min, Valdis Guðmundsdóttir, og stjúpi, Sírnon Simonsson, ásamt yngstu systur minni, Guðrúnu, sem jeg nú sá i fyrsta skipti. Má nærri geta, að þar hafi orðið fagnaðarfundur, er svo langt var um liðið frá þvi jeg hafði sjeð þetta ættfólk mitt. Frá Glenboro ókum við á tveim vögnum heim til þeirra, og var það um tveggja klukkustunda ferð. Var þar fyrir Kristiana systir mín (gipt Erlendi Gísla- syni úr Húnavatnssýslu) og börn hennar. Settist jeg um kyrt hjá móður minni, en Þorsteinn var ekki nema blánóttina, og sneri aptur til Winni- peg næsta dag. I Argyle (frb. Argæl) dvaldi jeg vikutíma og notaði jeg þann tíma svo vel sem kostur var á, til þess að skoða byggðina og kynnast fólki og högum þejs. Var jeg allar nætur hjá móður minni, nema þá síðustu hjá Guðmundi bróður minum. Pann 26. var jeg við kirkju, og var þar saman kominn svo mikill mannfjöldi, að kirkjan gat ekki tekið við öllum, og er hún þó allmikið hús. Seinni partinn komu nokkrir gestir heim til okkar og skemmtum við okkur við samræður lengi fram eptir kveld- inu. Pann 27. heimsóttum við meðal annara Skapta Arason (úr Þing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.