Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 62

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 62
6 2 evjarsýslu). Eru hjá honnm húsakynni góð og hinn mesti myndarbragur á öllu. Þar var stór kornhlaða, er í vóru svo miklar birgðir af korni (hveiti og höfrum), að varla rnundi meira í nreðalkaupstað á Islandi rjett eptir skipskomu, og var allt þetta korn frá fyrra ári. Hafði honum þótt hveitiverðið of lágt þá, og þvi ekki viljað selja, en ekki svo á nástrái, að hann þyrfti þess. Hefur hann og óefað haft mikinn hagnað af þessu ráðlagi, þvi í haust var rnjög hátt verð á hveiti, og þá hefur hann sjálf- sagt selt allar birgðir sínar. Hjá honum sá jeg og rekna heim um 40 nautgripi, og svo mikinn sæg af alifuglum, að jeg fjekk ekki tölu á komið. En þó margt væri merkilegt að sjá hjá honum, þótti mjer þó 1. Hús Árna bónda Sveinssonar í Argvle. einna mest vert um stelpu eina litla, sem hann átti. Pykist jeg varla hafa sjeð jafnfagurt barn, og þótti mjer mein, að sjá hana berfætta (og því með óhreina fætur), en það kvað alls staðar vera siður í þeim byggð- arlögum, að láta börn ganga berfætt á sumrum. Þann 28. heimsótti jeg Onnu sy'stur mína, sem er gipt Sigurði bónda Antoníussyni (úr Suður- múlasýslu). Búa þau i nánd við bæinn Baldur, og kom jeg þar við i leiðinni. Hjá þeim var slegið upp veizlu mikilli og vóru þar margir aðkomandi. I heimleiðinni kom jeg við hjá Baldvini bónda Benediktssyni (?) og skoðaði hús hans, snoturt og rúmgott, er stendur utan í hæð einni mikilli, sem sjá má af urn alla sveitina. Næsta dag (29.) var sýning í Glenboro, og fór jeg þá þangað. Þar heimsótti jeg Friðjón kaupmann Friðriksson,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.