Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 63

Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 63
63 er bæði rekur verzlun og iandbúnað. Hefur hann byggt sjer mjög snoturt hús, og svo er húsbúnaðurinn i því prýðilegur, að jeg þori að fullyrða, að annar slikur er ekki i húsi nokkurs embættismanns í Rvík. I heim- leiðinni kom jeg við hjá Arna bónda Sveinssyni (úr Suðurmúlasýslu) og skoðaði hús hans, sem þá var i smíðum. Er það allmikið hús og i líkum stíl og hús Friðjóns. Það er úr timbri, en veggirnir kalkaðir innan. Undir öllu húsinu er steinkjallari, io feta djúpur, og er i honum hitavjel, sem leitt er frá heitt lopt, til þess að hita með allt húsið. Svo er og í húsi Friðjóns og víðar. Þann 30. hjelt jeg kyrru fyrir heima, og komu þá til að heimsækja mig Sigurður bóndi Kristófersson á Grund og prestarnir sira Hafsteinn Pjetursson, fornvinur minn og skólabróðir, nú' prestur i Winnipeg, og sira Jón Clemens, prestur þeirra Argylinga. Er hann bráðungur maður fjörlegur og gervilegur. Flutti hann fyrir 11 árum (þá 11 ára að aldri) með foreldrum sínum frá Rvik til Cbicago, 2. Eimþreskivjel. og þar hefur hann numið skólalærdóm. Skemmtum við okkur allir lengi dags við samræður. Næsta dag (31.) var samkoma mikil á Grund. Eiga Argylingar þar samkomuhús stórt, en svo var mannfjöldinn þar mikill i þetta sinn, að rúmið þraut i húsinu, og varð að balda samkomuna undir beru lopti. Var það heldur ekki neitt neyðarúrræði, því veður var gott. Fóru ræðu- höldin fram i skógarrjóðri þar rjett hjá, skammt frá stöðuvatni, en aðrar skemmtanir (hlaup, stökk, glimur og reipdráttur) á grænni flöt við vatnið. Tóku jafnt konur sem karlar (eldri og yngri) þátt i iþróttunum, og var útbýtt verðlaunum til sigurvegaranna. Ræður vóru haldnar margar (og mörg hlý orð til íslands töluð), t. d. af Hafsteini Pjeturssyni, Friðjóni Friðrikssyni, Sigurði Kristóferssyni, Birni Jónssyni (bróður Kristjáns skálds), Kristjáni Jónssyni (Björnssonar frá Hjeðinshöfða), mjer o. fl. Kvað mest að ræðu sira Hafsteins, sem var flutt af mikilli mælsku og andagipt. Par var mjer og flutt snoturt kvæði af Sigurbirni Jóhannessyni. Inni í fundarhúsinu fóru fram veitingar. A samkomunni vóru á að gizka 6—700

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.