Eimreiðin - 01.01.1897, Síða 65
65
Atvinnuvegir Argylinga eru akuryrkja og kviktjárrækt. Stunda flestir
hvorttveggja nokkuð, og þykir það betur reynast en að halda sjer ein-
göngu við annað. Rækta þeir mest hveiti og nokkuð hafra og bygg.
Verður flest að vinna með vjelum, þvi handafli er svo dýr, að ógjörn-
ingur væri að ætla sjer að neyta hans eins. Eru því akuryrkjutol þeirra
mörg og margvisleg. Eru hin helztu þeirra: plogur, herji, suðvjel, korn-
skurðarvjel og þreskivjel. Kornskurðarvjelina kalla þeir »sjálfbindara«, >af
4. Sláttuvjel A.
5. Sláttuvjel B.
því að su vjel gerir þrennt i einu: slær, rakar og bindur. Hún sker
kornið, vöðlar því saman i vöndla og kastar þeim bundnum frá sjer.
Mun sumum á íslandi þykja slík vjel mikið furðuverkfæri, enda fer það
og að líkindum, þar sem haft er eptir Islending einum i Nýja-íslandi, sem
þó er mun nær Argyle, að hann hafi sagt, er honum var sagt frá þessari
vjel, að þvi skyldi hann aldrei
trúa, að til væri vjel, sem gerði
allt í einu, að slá, raka og binda.
Pað mætti ljúga aðra fulla, sig
ekki. Þreskivjelar hafa til þessa
verið knúðar með hestafli, en á
siðustu árum hafa margir hinna
betri bænda fengið sjer eimþreski-
vjelar (sjá mynd 2) og gengur
einskonar eimreið eða hjólketill
(sjá mynd >5) fyrir þeim, sem knýr
þær áfram. Kvað með slíkum
vjelum mega þreskja 1000 mæla
(bushel) á dag. En gefnar eru þær
ekki, þvi góð eimþreskivjel kostar ^ooo dollara (= 11,100 kr.), og
mundi það þykja dýrt verkfæri á íslandi. Við heyvinnuna nota menn
sláttuvjel og rakstrarvjel, sem sjá má af myndum þeim, er hjer fylgja
(mynd 4—6). Sýnir fyrri myndin af sláttuvjelinni (A) hinn tenta ljá-
bera uppreistan, áður en farið er að slá, en hin siðari (B), hvernig vjelin
litur út, þegar verið er að slá, með tveimur hestum fyrir, og liggur þá
ljárinn i grasi, sem sjá má á myndinni; leikur ljáblaðið ótt og titt i
ljáberanum fram og aptur og sker grasið. Afkasta slíkar vjelar vinnu
á við fjölda manns, enda ólikt þægilegra að vinna með þeim; þvi munur
5