Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.01.1897, Blaðsíða 80
8o »accomplisments« með gjörvileiki, sem eru miklu fallegri orð en þau, sem notuð eru, en ná vel því, sem í ensku orðunum liggur. Sama mætti segja um þýðing fleiri orða (t. d. »abound«, sem þýða hefði mátt með ua og grúa auk annars, o. s. frv.). Að þýða »diplomatist« með stjórnvitringur, finnst oss ekki nægilegt, því það orð er líka haft almennt um sendiherra eða fulltrúa stjórna og ríkja í erlendum ríkjum, en víst ekki ætíð sjálfsagt, að þeir, sem hlotnazt hafa slík embætti, sjeu sjerlegir stjórnvitringar fyrir því, nema menn trúi bókstaflega á málsháttinn danska: »Hvem gud giver et embede, giver han ogsá forstand*. Þess skal enn frernur getið, að vjer höfum með ánægju tekið eptir því, að höf. tilfærir opt nýrri afleiddar merkingar orða, t. d. hina sjerstaklega amerísku þýð- ingu í orðinu »platform« (stefnuskrd eða grundvallarstefna í þjóðmálum). Þó hefur honum skotizt um »plankann« ameríska, sem táknar hvert einstakt atriði í stefnuskránni (t. d. »the silver plank«, »the gold plank« = silfurstefnan, silfur- máltð, gullstefnan o. s. frv.), sem er alveg eins almennt og hitt, og sjest í hverju amerísku blaði. V. G. ÁGRIP AF NÁTTÚRUSÖGU FYRIR BARNASKÓLA. Eptir Bjarna Sæmundsson. Khöfn 1896. (Með mörgum myndum.) Á 147 bls. f litlu broti,. er hjer ágrip af dýrafræði, jurtafræði, steinafræði og jarðfræði, eðlisfræði og efna- fræði og að endingu yfirlit yfir byggingu mannsins. Það mun hafa verið tals- vert vandaverk að semja kver þetta. Það er eitt, að hjer er svo mikið úr að- velja, þar sem um yfirlit af allri náttúrufræðinni er að ræða, og víða getur verið- álitamál, hvað skuli taka og hverju sleppa; að þessu leyti virðist höf. hafa tekizt vel. En svo er annar örðugleiki, og hann er, að rita um náttúrufræði á íslenzku,. þar sem svo lítið hefur verið skráð í þeim fræðum á vora tungu og menn fá. mest alla sfna menntun af útlendum mönnum og bókum. Þann örðugleika hef- ur höf. ekki tekizt að sigra; málið er víða ekki gott og framsetningin ekki alls staðar sem heppilegust. En hvað um það, þetta lýtir að eins bókina en skemm- ir hana ekki verulega, og vjer teljum vfst, að hún muni gera mikið gagn, bæði' sem kennslubók og sem alþýðubók, þó að hún sje nú raunar nokkuð stuttara- leg til þeirra nota. — Náttúrusagan hefur verið höfð mjög útundan hjá okkur hingaðtil; íslenzk alþýða mun ekki geta jafnazt á við danska alþýðu að náttúru- þekkingu, og í öllum bekkjum lærða skólans er náttúrusagan kennd viðlíka marga tíma og latfna í 5. bekk einum. Það er líka mjög eptirtektarvert, að náttúru- saga er ekki kennd í 1. bekk; það mun þó engum vafa undirorpið, að sú fræði- grein, sem einna fyrst ætti að kenna börnunum, er einmitt náttúrusaga; jeg á ekki við, að þau sjeu látin læra eitthvert lesmál utanbókar. heldur að þeim sje kennt að brúka augun. — Það er vonandi, að höf. fái ósk sína uppfyllta, að kver hans geti orðið til þess, að vekja eptirtekt manna á náttúrunni. Islenzk alþýða er svo fróðleiksgjörn, að vanþekking hennar í þessum efnum í samanburði við t. a. m. danska alþýðu, getur ekki verið öðru að kenna en skorti á leiðbeiningu. H. Pj. ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS: Þessi kafli verður sökum rúmleysis að bíða næsta heptis. Þá verður og getið nokkurra fleiri íslenzkra bóka. Ritstj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.